Áföll hafa litað líf Birgittu Haukdal Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2020 13:30 Birgitta Haukdal hefur sannarlega gengið í gegnum erfiða tíma. Mynd/snæbjörn Birgitta Haukdal er einhver mesta poppstjarna sem til hefur verið hér á landi en er í dag einnig rithöfundur. Hún ræðir um lífið og tilveruna við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Bæði eru þau frá Húsavík og þekkjast vel og hafa gert í mörg ár. Líf Birgittu hefur ekki alltaf verið auðvelt því hún missti eldri bróður sinn þegar hann tók líf sitt, þá sjálfur á unglingsaldri. Síðar meir missti Birgitta vinkonu sína á sama hátt og allt hefur þetta vitaskuld markað hana til framtíðar. „Ég missi bróðir minn þegar ég er þrettán, fjórtán ára. Þá er hann átján ára og ég á svo góðar minningar með honum og hann var svo mikill þungarokkari,“ segir Birgitta í samtalinu við Snæbjörn sem sjálfur er mikill þungarokkari. „Þetta var rosalegur pakki og mjög erfitt fyrir fjórtán ára ungling sem veit ekki alveg hver hann er. Hann er ekki barn og ekki fullorðinn og þetta er mjög erfiður aldur til þess að lenda í svona áfalli og þar missti ég svolítið fótanna og öllu kippt undan mér á einu augabragði og það tíma að púsla því öllu saman aftur. Þetta áfall hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég þurfti mikla vinnu, kjark og þolinmæði til að vinna úr þessu heilsulega á rétta braut.“ Vildi ekki vera íþyngjandi Hún segir að þarna hafi hún átt yngri systur sem var þarna sex ára og hún hafi þá reynt að vera sterk fyrir hana. „Ég gerði allt til að vera sterk og vildi ekkert vera gráta mikið fyrir framan mömmu og pabba eða systir mína og vildi passa upp á að þeir sem voru brotnir liðu betur. Ég vildi ekki vera íþyngja þeim að mér liði líka illa. Það er svo sérstakt að sjá klettana í þínu lífi brotna. Ég tók því bara hnefann á þetta og ætlaði ég bara að sýna öllum hvað ég væri sterkt. Það tók mig alveg þrjú fjögur ár að fúnkera. Þetta tók heilsuna mína en þegar þú pælir svona rosalega niður tilfinningar þá fer líkaminn bara að klikka,“ segir Birgitta sem einfaldlega missti heilsuna einu til tveimur árum seinna. Snæbjörn og Birgitta þekkjast vel enda bæði frá Húsavík. Í þættinum ræðir hún einnig um það þegar ein besta vinkona hennar tók sitt eigið líf og það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir Birgittu. Hún segir að hún hafi jafnvel ekki enn náð að vinna sig í gegnum það áfall í dag. Í spjallinu kemur einnig fram að Birgitta er að skrifa barnaleikrit með leikaranum Góa um Láru og Ljónsa sem fer á svið á næsta ári. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um bróðurmissinn hefst þegar einn klukkutími og tíu mínútur eru liðnar af þættinum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira
Líf Birgittu hefur ekki alltaf verið auðvelt því hún missti eldri bróður sinn þegar hann tók líf sitt, þá sjálfur á unglingsaldri. Síðar meir missti Birgitta vinkonu sína á sama hátt og allt hefur þetta vitaskuld markað hana til framtíðar. „Ég missi bróðir minn þegar ég er þrettán, fjórtán ára. Þá er hann átján ára og ég á svo góðar minningar með honum og hann var svo mikill þungarokkari,“ segir Birgitta í samtalinu við Snæbjörn sem sjálfur er mikill þungarokkari. „Þetta var rosalegur pakki og mjög erfitt fyrir fjórtán ára ungling sem veit ekki alveg hver hann er. Hann er ekki barn og ekki fullorðinn og þetta er mjög erfiður aldur til þess að lenda í svona áfalli og þar missti ég svolítið fótanna og öllu kippt undan mér á einu augabragði og það tíma að púsla því öllu saman aftur. Þetta áfall hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég þurfti mikla vinnu, kjark og þolinmæði til að vinna úr þessu heilsulega á rétta braut.“ Vildi ekki vera íþyngjandi Hún segir að þarna hafi hún átt yngri systur sem var þarna sex ára og hún hafi þá reynt að vera sterk fyrir hana. „Ég gerði allt til að vera sterk og vildi ekkert vera gráta mikið fyrir framan mömmu og pabba eða systir mína og vildi passa upp á að þeir sem voru brotnir liðu betur. Ég vildi ekki vera íþyngja þeim að mér liði líka illa. Það er svo sérstakt að sjá klettana í þínu lífi brotna. Ég tók því bara hnefann á þetta og ætlaði ég bara að sýna öllum hvað ég væri sterkt. Það tók mig alveg þrjú fjögur ár að fúnkera. Þetta tók heilsuna mína en þegar þú pælir svona rosalega niður tilfinningar þá fer líkaminn bara að klikka,“ segir Birgitta sem einfaldlega missti heilsuna einu til tveimur árum seinna. Snæbjörn og Birgitta þekkjast vel enda bæði frá Húsavík. Í þættinum ræðir hún einnig um það þegar ein besta vinkona hennar tók sitt eigið líf og það hafi verið gríðarlega erfitt fyrir Birgittu. Hún segir að hún hafi jafnvel ekki enn náð að vinna sig í gegnum það áfall í dag. Í spjallinu kemur einnig fram að Birgitta er að skrifa barnaleikrit með leikaranum Góa um Láru og Ljónsa sem fer á svið á næsta ári. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en umræðan um bróðurmissinn hefst þegar einn klukkutími og tíu mínútur eru liðnar af þættinum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira