Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 22:17 Thatcher lést 8. apríl 2013. Getty Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa. Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá. Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Talsmenn bæjaryfirvalda hafa varið ákvörðunina og segja að fjármunirnir verði sóttir í vasa einkaaðila en 2.300 manns melduðu sig á Facebook-viðburð, þar sem stefnt var að því að „eggja“ styttunina við athöfnina. Viðburðinum virðist hafa verið eytt. Forsaga málsins er sú að umrædd stytta hefur nú verið til um nokkurt skeið en fyrst stóð til að koma henni fyrir í Westminster. Því var hins vegar hafnað árið 2018, á þeim forsendum að ásýnd Thatcher myndi draga að skemmdarvarga og mótmælendur. Styttan var þá boðin Grantham en hefur verið í geymslu þar til nú. Guardian hefur eftir forsvarsmanni Verkamannaflokksins í bænum að fjáraustrið vegna afhjúpunarinnar sé „pervertískt“ þegar opinberir sjóðir séu að tæmast bæði á landsvísu og í einstaka sveitum. About time, this warehouse is frightfully full and a little cold. https://t.co/XzoK3zOiYj @GranthamJournal— Statue of Margaret Thatcher (@MaggiesStatue) January 4, 2020 Einn íbúa, Adam Burgess, gagnrýnir harðlega ákvörðun bæjarráðs á tímum þar sem sífellt fleiri verða heimilislausir og þurfa að leita á náðir svokallaðra matarbanka. „Það hljóta að vera til betri leiðir til að verja þessum peningum. Að reisa styttu af einhverjum sem olli mikilli sundrung og gerði verkafólki erfitt fyrir er bara skíta ákvörðun, ef ég á að vera hreinskilinn.“ Ralph Harrisson er ósammála. „Þetta er lítill bær sem hefur afrekað að ala manneskju sem er þekkt á alþjóðlega sviðinu og verður í sögubókunum. Ég skil að fólk hefur ólíkar skoðanir á Margaret Thatcher, hún er afar umdeild persóna, en þetta er spurning um afrek. Hún afrekaði þegar hún varð fyrsta konan til að verða forsætisráðherra.“ Guardian og Independent sögðu frá.
Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira