Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 23:01 Pernille Harder vonar að aukin umfjöllun gefi ungum stelpum sem æfa fótbolta fleiri fyrirmyndir en aðeins þær sem finna má í karlaboltanum. Harriet Lander/Getty Images Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira