Börnum verður ekki boðin bólusetning Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. nóvember 2020 12:55 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar og lögð verður sérstök áhersla á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunn við sjúkdóminn, á borð við heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa svo fátt eitt sé nefnt. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. „Þarna eru auðvitað okkar elsta fólk, okkar viðkvæmasta fólk, heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í framlínu og svo framvegis, eftir tilteknum reglum og í tiltekinni röð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Líklegt er að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi sem hendi ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðun. Svandís segir að reglugerðin sé í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „En um leið þá hefur sóttvarnalæknir mikinn sveigjanleika til þess að meta og endurmeta í röðina í ljósi þess hversu mikil virkni einstakra bóluefna er,“ segir Svandís. Hvenær telur þú að bólusetningar geti hafist? „Bjartsýnasta fólk segir að það gerist strax á fyrstu mánuðum nýs árs þannig að ég vona að það verði svo,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Í reglugerðinni eru skilgreindir tíu forgangshópar og lögð verður sérstök áhersla á að bólusetja fyrst þá einstaklinga sem eru í framlínunni í baráttunn við sjúkdóminn, á borð við heilbrigðisstarfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa svo fátt eitt sé nefnt. Bólusetning einstaklinga sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa verður einnig í miklum forgangi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning nema þau hafi undirliggjandi langvinna sjúkdóma og séu í sérstökum áhættuhópi. „Þarna eru auðvitað okkar elsta fólk, okkar viðkvæmasta fólk, heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í framlínu og svo framvegis, eftir tilteknum reglum og í tiltekinni röð,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Líklegt er að notuð verði fleiri en ein tegund bóluefna hér á landi sem hendi ólíkum hópum með mismunandi hætti sem geti haft áhrif á forgangsröðun. Svandís segir að reglugerðin sé í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „En um leið þá hefur sóttvarnalæknir mikinn sveigjanleika til þess að meta og endurmeta í röðina í ljósi þess hversu mikil virkni einstakra bóluefna er,“ segir Svandís. Hvenær telur þú að bólusetningar geti hafist? „Bjartsýnasta fólk segir að það gerist strax á fyrstu mánuðum nýs árs þannig að ég vona að það verði svo,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira