Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2020 20:27 Rögnvaldur Ólafsson segist áhyggjufullur yfir stöðunni. Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. „Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21
Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49
Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12