Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 18:31 Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu bendir á mannsöfnuð fyrir utan verslanir vegna fjöldatakmarkana og telur að endurskoða þurfi reglurnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. Samtök atvinnulífsins kölluðu í dag eftir því að stjórnvöld sníði skýran ramma um mögulegar aðgerðir á næstunni. Staðan kalli ekki á viðvarandi krísuástand. Sóttvarnalæknir segir kröfuna skiljanlega en erfiða viðureigar vegna ófyrirsjáanleika veirunnar. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, óskar eftir samtali yfirvalda við atvinnulífið. Jafnvel þótt hagsmunir þeirra þyki kunna að stangast á við markmið sóttvarnaryfirvalda. Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olís, og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón. Hann telur að endurskoða þurfi fjöldatakmörk í samræmi við stærð verslana til að koma meðal annars í veg fyrir hópamyndun fyrir utan þær. „Ef við horfum á samræmið í aðgerðum finnst mér það skorta. Til dæmis erum við með risa verslunarhúsnæði; Byko, Húsasmiðjuna, Elko, Bauhaus. Þau búa við sömu takmarkanir og lítil apótek hér í bæ. Þetta gengur ekki upp. Við sjáum mannsöfnuð fyrir framan verslanir og þá myndast hætta á smitum.“ Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Litakóðakerfið mögulega kynnt á morgun Hann telur einnig varhugavert að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Ég held að við ættum að forðast að draga of stórar ályktanir af því sem verður síðan grundvöllur að einhverjum aðgerðum sem ná heilt yfir. Ég treysti rakningateyminu til að finna fljótt og vel út úr þessu,“ segir Jón. Almannavarnir hafa unnið að litakóðakerfi fyrir stöðu faraldursins og stefnt er að því að kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Horft hefur verið til þess fyrir atvinnulífið en Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá ríkislögreglustjóra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa áhyggjur af því að fólk beri mögulega of miklar væntingar til kerfisins. „Að það muni leysa eitthvað eða breyta einhverju dramatísku. Þetta er bara eins og við þekkjum með veðrið. Bara til að lýsa ástandi,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira