Endurhæfing hefjist strax við greiningu Gunnlaugur Briem skrifar 27. nóvember 2020 07:31 -Um mikilvægi hreyfingar og þjálfunar í bataferli krabbameinssjúkra Það er magnað að kynnast því hverju markviss endurhæfing getur skilað í baráttu fólks við að ná heilsu eftir að hafa greinst með krabbamein. Miklar framfarir hafa orðið í lækningum og meðferð á krabbameinum: ný lyf og tækni, fleiri meðferðarúrræði. Þá hefur ekki síður fengist mikilvæg þekking og skilningur á gildi hreyfingar og endurhæfingar undir handleiðslu sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, íþróttafræðinga, sálfræðinga og annars fagfólks. Árangurinn mælist í betri heilsu, fleiri hamingjustundum, lengra lífi. Framþróun og auknar lífslíkur Meðal frumkvöðla hérlendis í endurhæfingu krabbameinssjúkra er Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, sem er sérhæfð endurhæfingarstöð á þessu sviði. Saga Hauks er merkileg, sjálfur greindist hann með krabbamein á námsárum sínum og vann verkefni um endurhæfingu fólks í þeim sporum. Brautin var mörkuð og er Haukur nú í doktorsnámi á þessu sviði samhliða starfi sínu hjá Ljósinu. Þessu lýsir hann í nýjum hlaðvarpsþætti Félags sjúkraþjálfara, „Frá toppi til táar.“ Það sem situr eftir hjá þeim sem hlusta á þáttinn er ekki síst vitneskjan um þann mikla árangur sem hefur náðst í baráttunni við krabbamein og fyrir endurheimt heilsu undir leiðsögn fólks sem hefur lagt mikið á sig til að afla þekkingar og þróa aðferðir sem komið geta að gagni. „Þetta er gefandi og þakklátt starf,“ segir Haukur. „Við erum að hjálpa fólki til líða betur, og fá meira út úr lífinu.“ Hann lýsir því vel hversu mikil framþróunin hefur orðið í meðferð krabbameinsgreindra , og hvernig batahorfur hafa stóraukist á þann hátt að í dag sé hann að verða vitni að því að fólk læknist sem átti ekki möguleika til þess fyrir áratug síðan. Þetta er vegna þess árangurs og þróunar sem hefur orðið í meðferð og endurhæfingu þessara sjúkdóma. Hreyfðu þig og hvíldu svo Mikilvægi hreyfingar er óumdeilt, þó hún sé engin töfralausn heldur eitt af því sem við flest getum nýtt til að verjast sjúkdómum eins og krabbameini. Markmiðið er að halda fólki eins líkamlega virku og hægt er í gegnum meðferðarferlið og rannsóknir hafa sýnt að þjálfun getur dregið úr aukaverkunum og flýtt fyrir bata. Mikil þreyta er algengt einkenni og eru einstaklingar hvattir til að hreyfa sig áður en hvílst er ef þeir geta. Flestir finna einnig fyrir depurð og jafnvel þunglyndi á einhverjum tímapunkti og er mjög mikilvægt að huga vel að andlegri líðan. Þar getur markviss hreyfing unnið á móti ásamt fleiri úrræðum. En þetta eru átök, eins og Björk Svarfdal lýsir vel í hlaðvarpsþættinum. Hún segir frá baráttu sinni, allt frá því hún greindist fyrst, aðgerðum, meðferð og endurhæfingu. „Líkaminn kvartaði allan tímann,“ segir Björk, sem hefur frá unga aldri stundað íþróttir og ætlar að gera áfram. „Endurhæfingin er algjörlega nauðsynleg til að koma þér af stað,“ segir hún og lofsamar Ljósið. Þar hafi hún hitt jafningja, fólk af öllum stigum samfélagsins en á svipuðum stað í tilverunni. „Ég sé framtíðina bjarta fyrir mér, veit að ég þarf að halda áfram að hreyfa mig þó að það sé oft mjög erfitt. Ég er viss um að komast á betri stað.“ Endurhæfing hefjist við greiningu Ekki er deilt um að hreyfing og markviss þjálfun eru meðal mikilvægustu þátta í meðferð krabbameinssjúklinga. „Langflestir ná sér,“ segir Haukur og það er uppörvandi að heyra það. „Langflestir hafa góða sögu að segja þegar allt er yfirstaðið.“ Bæði Björk og Haukur hvetja fólk til að leita sér hjálpar og stuðnings sem allra fyrst í ferlinu. Því fyrr því betra. Enginn sér eftir því að hugsa vel um sig strax eftir greiningu, þó fyrstu skrefin í að leita sér hjálpar geti reynst mörgum þung. Mikilvægt er að hefja þá þegar endurhæfingu, hefja baráttuna fyrir endurheimt þreks og heilsu. Við sem samfélag ættum að halda vel utan um það fólk sem gengið hefur í gegnum krabbameinsmeðferðir, vísa hverjum og einum leiðina áfram til bættrar heilsu, með sérsniðinni endurhæfingu jafnhliða læknismeðferð. Þarfir fólks eru mjög ólíkar og geta mismunandi - en öllum er hægt að liðsinna og hjálpa. Ég hvet fólk til að leita sér stuðnings og aðstoðar þegar tekist er á við jafn erfitt ferli og það er að greinast með krabbamein. Þennan stuðning er hægt að sækja hjá ýmsum aðilum, þar á meðal Ljósinu, Krafti, og Krabbameinsfélaginu. Höfundur er sjúkraþjálfari. Hlekkur á þáttinn „Frá toppi til táar“ um krabbamein: https://fsiceland.podbean.com https://open.spotify.com/show/66E2XQjiiz0aiHGR3a4ZmN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
-Um mikilvægi hreyfingar og þjálfunar í bataferli krabbameinssjúkra Það er magnað að kynnast því hverju markviss endurhæfing getur skilað í baráttu fólks við að ná heilsu eftir að hafa greinst með krabbamein. Miklar framfarir hafa orðið í lækningum og meðferð á krabbameinum: ný lyf og tækni, fleiri meðferðarúrræði. Þá hefur ekki síður fengist mikilvæg þekking og skilningur á gildi hreyfingar og endurhæfingar undir handleiðslu sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, íþróttafræðinga, sálfræðinga og annars fagfólks. Árangurinn mælist í betri heilsu, fleiri hamingjustundum, lengra lífi. Framþróun og auknar lífslíkur Meðal frumkvöðla hérlendis í endurhæfingu krabbameinssjúkra er Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, sem er sérhæfð endurhæfingarstöð á þessu sviði. Saga Hauks er merkileg, sjálfur greindist hann með krabbamein á námsárum sínum og vann verkefni um endurhæfingu fólks í þeim sporum. Brautin var mörkuð og er Haukur nú í doktorsnámi á þessu sviði samhliða starfi sínu hjá Ljósinu. Þessu lýsir hann í nýjum hlaðvarpsþætti Félags sjúkraþjálfara, „Frá toppi til táar.“ Það sem situr eftir hjá þeim sem hlusta á þáttinn er ekki síst vitneskjan um þann mikla árangur sem hefur náðst í baráttunni við krabbamein og fyrir endurheimt heilsu undir leiðsögn fólks sem hefur lagt mikið á sig til að afla þekkingar og þróa aðferðir sem komið geta að gagni. „Þetta er gefandi og þakklátt starf,“ segir Haukur. „Við erum að hjálpa fólki til líða betur, og fá meira út úr lífinu.“ Hann lýsir því vel hversu mikil framþróunin hefur orðið í meðferð krabbameinsgreindra , og hvernig batahorfur hafa stóraukist á þann hátt að í dag sé hann að verða vitni að því að fólk læknist sem átti ekki möguleika til þess fyrir áratug síðan. Þetta er vegna þess árangurs og þróunar sem hefur orðið í meðferð og endurhæfingu þessara sjúkdóma. Hreyfðu þig og hvíldu svo Mikilvægi hreyfingar er óumdeilt, þó hún sé engin töfralausn heldur eitt af því sem við flest getum nýtt til að verjast sjúkdómum eins og krabbameini. Markmiðið er að halda fólki eins líkamlega virku og hægt er í gegnum meðferðarferlið og rannsóknir hafa sýnt að þjálfun getur dregið úr aukaverkunum og flýtt fyrir bata. Mikil þreyta er algengt einkenni og eru einstaklingar hvattir til að hreyfa sig áður en hvílst er ef þeir geta. Flestir finna einnig fyrir depurð og jafnvel þunglyndi á einhverjum tímapunkti og er mjög mikilvægt að huga vel að andlegri líðan. Þar getur markviss hreyfing unnið á móti ásamt fleiri úrræðum. En þetta eru átök, eins og Björk Svarfdal lýsir vel í hlaðvarpsþættinum. Hún segir frá baráttu sinni, allt frá því hún greindist fyrst, aðgerðum, meðferð og endurhæfingu. „Líkaminn kvartaði allan tímann,“ segir Björk, sem hefur frá unga aldri stundað íþróttir og ætlar að gera áfram. „Endurhæfingin er algjörlega nauðsynleg til að koma þér af stað,“ segir hún og lofsamar Ljósið. Þar hafi hún hitt jafningja, fólk af öllum stigum samfélagsins en á svipuðum stað í tilverunni. „Ég sé framtíðina bjarta fyrir mér, veit að ég þarf að halda áfram að hreyfa mig þó að það sé oft mjög erfitt. Ég er viss um að komast á betri stað.“ Endurhæfing hefjist við greiningu Ekki er deilt um að hreyfing og markviss þjálfun eru meðal mikilvægustu þátta í meðferð krabbameinssjúklinga. „Langflestir ná sér,“ segir Haukur og það er uppörvandi að heyra það. „Langflestir hafa góða sögu að segja þegar allt er yfirstaðið.“ Bæði Björk og Haukur hvetja fólk til að leita sér hjálpar og stuðnings sem allra fyrst í ferlinu. Því fyrr því betra. Enginn sér eftir því að hugsa vel um sig strax eftir greiningu, þó fyrstu skrefin í að leita sér hjálpar geti reynst mörgum þung. Mikilvægt er að hefja þá þegar endurhæfingu, hefja baráttuna fyrir endurheimt þreks og heilsu. Við sem samfélag ættum að halda vel utan um það fólk sem gengið hefur í gegnum krabbameinsmeðferðir, vísa hverjum og einum leiðina áfram til bættrar heilsu, með sérsniðinni endurhæfingu jafnhliða læknismeðferð. Þarfir fólks eru mjög ólíkar og geta mismunandi - en öllum er hægt að liðsinna og hjálpa. Ég hvet fólk til að leita sér stuðnings og aðstoðar þegar tekist er á við jafn erfitt ferli og það er að greinast með krabbamein. Þennan stuðning er hægt að sækja hjá ýmsum aðilum, þar á meðal Ljósinu, Krafti, og Krabbameinsfélaginu. Höfundur er sjúkraþjálfari. Hlekkur á þáttinn „Frá toppi til táar“ um krabbamein: https://fsiceland.podbean.com https://open.spotify.com/show/66E2XQjiiz0aiHGR3a4ZmN
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun