KR og Fram ætla að áfrýja Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 11:45 KR-ingar leita réttar síns en miklir fjármunir gætu verið í húfi vegna sætis í Evrópukeppni. vísir/bára „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“ KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Sjá meira
„Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Sjá meira
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30