Segir framtíð landsins hafa gleymst í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum, og Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Vísir/Arnar Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira