Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 14:31 Spennandi þáttaröð framundan fyrir hátíðarnar. Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. Allt frá almennum jólamat, hangikjöti, uppstúf, hamborgarhrygg, gljáa og fleira yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, ketó jól, hnetusteik og annað. Áherslan í þáttunum verður sett á stóru smáatriðin sem fullkomna réttinn. Sex einstaklingar elda tvo rétti hver. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Hér að neðan má sjá kynningu á þeim sex aðilum sem koma við sögu í þáttunum. Hanna Þóra - „Ég er matarbloggari sem sérhæfi mig í ketóvænum uppskriftum sem henta öllum. Allir geta sleppt sykrinum og njotið um leið. Mitt mottó í lífinu er að borða aldrei vondan mat og ég stend við það á hverjum degi og elska að deila girnilegum uppskriftum með öðrum.“ Hanna er tveggja barna móðir í Hafnarfirðinum. Berglind Hreiðars - „Ég hef brasað í eldhúsinu, bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Þegar góður matur, gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum.“ Berglind hefur verið í eldhúsinu síðan hún man eftir sér. Albert Eiríksson - „Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.“ Albert starfaði sem matreiðslumaður í nokkur ár. Anna Björk - „Hvernig væri að láta gamlan draum rætast, og fara að sinna gamalli ástríðu sem hefur alltaf verið með mér á fullorðinsárunum, mat og öllu sem honum viðkemur, auðvitað...“ Gamall draumur að rætast hjá Önnu. Veganistur, Júlía - „Við erum systurnar Helga María og Júlía Sif. Við rekum veganistur.is og erum höfundar matreiðslubókarinnar Úr eldhúsinu okkar. Við höfum mikla ástríðu fyrir matargerð og bakstri og viljum sýna öllum hvað það er einfalt og gott að elda og borða vegan mat. Hér á blogginu og í bókinni finnurðu því gómsætar uppskriftir af hversdagsmat, hátíðarmat, kökum og öðrum kræsingum.“ Júlía sér um veganmatinn. Andrés Bertelsen - „Tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær. Hef haft áhuga á mat síðan ég þurfti að fara sem kokkur á sjó. Markmið að elda betur en mamma.“ Andrés er sósusérfræðingur. Matur Jól Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Sjá meira
Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. Allt frá almennum jólamat, hangikjöti, uppstúf, hamborgarhrygg, gljáa og fleira yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, ketó jól, hnetusteik og annað. Áherslan í þáttunum verður sett á stóru smáatriðin sem fullkomna réttinn. Sex einstaklingar elda tvo rétti hver. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Hér að neðan má sjá kynningu á þeim sex aðilum sem koma við sögu í þáttunum. Hanna Þóra - „Ég er matarbloggari sem sérhæfi mig í ketóvænum uppskriftum sem henta öllum. Allir geta sleppt sykrinum og njotið um leið. Mitt mottó í lífinu er að borða aldrei vondan mat og ég stend við það á hverjum degi og elska að deila girnilegum uppskriftum með öðrum.“ Hanna er tveggja barna móðir í Hafnarfirðinum. Berglind Hreiðars - „Ég hef brasað í eldhúsinu, bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Þegar góður matur, gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum.“ Berglind hefur verið í eldhúsinu síðan hún man eftir sér. Albert Eiríksson - „Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.“ Albert starfaði sem matreiðslumaður í nokkur ár. Anna Björk - „Hvernig væri að láta gamlan draum rætast, og fara að sinna gamalli ástríðu sem hefur alltaf verið með mér á fullorðinsárunum, mat og öllu sem honum viðkemur, auðvitað...“ Gamall draumur að rætast hjá Önnu. Veganistur, Júlía - „Við erum systurnar Helga María og Júlía Sif. Við rekum veganistur.is og erum höfundar matreiðslubókarinnar Úr eldhúsinu okkar. Við höfum mikla ástríðu fyrir matargerð og bakstri og viljum sýna öllum hvað það er einfalt og gott að elda og borða vegan mat. Hér á blogginu og í bókinni finnurðu því gómsætar uppskriftir af hversdagsmat, hátíðarmat, kökum og öðrum kræsingum.“ Júlía sér um veganmatinn. Andrés Bertelsen - „Tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær. Hef haft áhuga á mat síðan ég þurfti að fara sem kokkur á sjó. Markmið að elda betur en mamma.“ Andrés er sósusérfræðingur.
Matur Jól Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Sjá meira