Vísa ásökunum um gluggagægjur á bug Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:23 Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Vísir/Aðsend Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra. Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra.
Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent