Fluttur frá Bandaríkjunum og neyddur til að taka þátt í áróðri Ríkis íslam Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2020 22:07 Matthew ásamt móður sinni og stjúpföður. BBC/PBS Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi. Drengurinn, sem aðeins er nefndur Matthew í umfjöllun, var átta ára þegar fjölskyldan flutti frá Bandríkjunum en hann var m.a. látinn koma fram í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam, þar sem hann var látinn ógna Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég var svo ungur að ég skildi eiginlega ekkert af þessu,“ hefur BBC eftir Matthew, sem hefur fengið meðferð til að takast á við lífsreynslu sína og líður ágætlega í dag. Neyddur til að leika í óhugnanlegum myndskeiðum „Við fórum um mjög myrkt svæði. Það var nótt og það var mikið af gaddavír... Það komst ekki mikið fyrir í höfðinu á mér annað en: ég verð að flýja,“ sagði Matthew í samtali við Panorama á BBC og Fronline á PBS. Fjölskyldan ferðaðist frá Bandaríkjunum til Sanliurfa í Tyrklandi og þaðan til Raqqa. Þar fékk Moussa Elhassani, stjúpfaðir Matthew, herþjálfun og gerðist leyniskytta. „Það var mikill hávaði,“ segir Matthew um Raqqa. „Venjulega byssuskot. Stundum einstaka sprenging, en langt í burtu. Þannig að við höfðum ekki áhyggjur af því.“ Árið 2017 sendi móðir Matthew, Samantha Sally, systur sinni í Bandaríkjunum hins vegar tölvupóst, þar sem hún bað um peninga til að hjálpa fjölskyldunni að komast burt. Með fylgdu óhugnanleg myndskeið þar sem Matthew kom við sögu. Í einu neyddi Elhassani drenginn til að setja saman sjálfsvígssprengjubelti og lét hann leika það hvernig hann myndi þykjast fagna bandarískum bjargvættum en myrða þá svo með því að virkja beltið. Á öðru eggjaði stjúpfaðir hans Matthew til að taka sundur hlaðinn AK-47 riffil á minna en einni mínútu. Grét af gleði þegar stjúpinn dó Í ágúst 2017 var Raqqa rústir einar en það var þá sem Matthew, þá tíu ára, var látinn taka þátt í myndskeiðinu þar sem Bandaríkjaforseta var ógnað. „Skilaboð mín til Trump; strengjabrúðu gyðinganna: Allah hefur lofað okkur sigri og heitið þér ósigri. Þessi barátta mun ekki enda í Raqqa eða Mósúl. Hann mun enda á þinni jörð... Vertu viðbúinn, bardaginn er rétt að hefjast.“ Matthew sagði stjúpföður sinn hafa verið orðinn afar andlega óstöðugan á þessum tíma. Stuttu seinna lést hann. „Ég var glaður, því mér líkaði ekki við hann, augljóslega. Ég hefði kannski ekki átt að vera það, því að manneskja dó, en ég var glaður. Við grétum öll af gleði.“ Sally greiddi fólksmyglurum fyrir að koma henni og börnum hennar fjórum úr borginni. Skömmu síðar samþykkti hún að segja sögu fjölskyldunnar í viðtölum við Panorama. Matthew í áróðursmyndskeiði Ríkis íslam. Keyptu unglingsstúlkur sem þræla Sally sagðist hafa verið tilneydd til að fylgja eiginmanni sínum, sem hefði orðið ofbeldisfullur í hennar garð þegar þau komu til Raqqa. Þá viðurkenndi hún að þau hefðu keypt tvær táningsstúlkur og haldið sem þræla og að Elhassani hefði nauðgað þeim reglulega. Blaðamenn Panorama og Frontline komust hins vegar að því að þvert á það sem Sally hélt fram við endurkomuna til Bandaríkjanna hefði hún haft fulla vitneskju um það sem eiginmaður hennar hafði í hyggju þegar fjölskyldan hélt til Sýrlands og að hún hefði sjálf farið nokkrar ferðir til Hong Kong til að koma peningum úr landi. Eftir ár gekkst Sally við sekt sinni og var dæmd í meira en sex ára fangelsi. Þá kom í ljós að hún hafði hjálpað til við framleiðslu myndskeiðanna af Matthew. „Þetta er eins og að vera í þröngum fötum eða þröngum sokkum allan daginn og fara svo úr og líða vel og fara í heitt bað,“ svaraði Matthew um það hvernig honum liði að vera kominn heim. „Þetta var mikill léttir. Góð tilfinning.“ Matthew dvelur nú hjá föður sínum. BBC fjallar um málið.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira