Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 13:30 Jens Petter Hauge lyftir boltanum yfir Alex Meret, markvörð Napoli, og skorar sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. getty/Francesco Pecoraro Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.
Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45