Smalling vandaði Man. United ekki kveðjurnar Anton Ingi Leifsson skrifar 21. nóvember 2020 11:31 Smalling gerði einkar góða hluti með Roma á síðustu leiktíð. Jonathan Moscrop/Getty Images Chris Smalling, varnarmaður Roma og fyrrverandi leikmaður Man. United, var ekki sáttur með hvernig Manchester United höndluðu félagaskipti hans til Roma í sumar. Smalling var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði afar vel. Hann snéri svo til baka til United í sumar og einhverjir bjuggust við því að hann fengi tækifærið hjá félaginu eftir góða frammistöðu á Ítalíu í fyrra. Það liðu dagar og vikur og ekkert heyrðist af Smalling en hann fékk svo að vita að hans krafta yrði ekki óskað. Það var gert eftir að gluggi ensku úrvalsdeildarinnar var lokað og einn dagur var eftir af þeim ítalska. „Ég var svekktur. Í fyrsta lagi hefði ég viljað að þeir hefðu sagt mér þetta fyrr og í öðru lagi var mér leyft að fara þegar það var einn dagur eftir af ítalska glugganum,“ sagði Smalling í samtali við Telegraph. „Ég vissi að dagar mínir undir stjórn Ole væru nokkurn veginn taldir. Enski glugginn var lokaður og ég var skilinn eftir í skíta stöðu [e. shit situation]. Ég varð að ákveða mig hratt og ég talaði við Solskjær sem vissi ekki hvenær minn næsti leikur yrði.“ „Ef þetta hefði verið gert almennilega þá hefði ég fengið að vita þetta í upphafi sumargluggans og gert plön út frá því. Kona mín hafði eignast barn fyrir stuttu og það var margt að gerast á síðustu mínútunum,“ sagði Smalling. Chris Smalling slams Man United for the way his Roma transfer was handled https://t.co/JIpeCFXRQQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 20, 2020 Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Chris Smalling, varnarmaður Roma og fyrrverandi leikmaður Man. United, var ekki sáttur með hvernig Manchester United höndluðu félagaskipti hans til Roma í sumar. Smalling var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði afar vel. Hann snéri svo til baka til United í sumar og einhverjir bjuggust við því að hann fengi tækifærið hjá félaginu eftir góða frammistöðu á Ítalíu í fyrra. Það liðu dagar og vikur og ekkert heyrðist af Smalling en hann fékk svo að vita að hans krafta yrði ekki óskað. Það var gert eftir að gluggi ensku úrvalsdeildarinnar var lokað og einn dagur var eftir af þeim ítalska. „Ég var svekktur. Í fyrsta lagi hefði ég viljað að þeir hefðu sagt mér þetta fyrr og í öðru lagi var mér leyft að fara þegar það var einn dagur eftir af ítalska glugganum,“ sagði Smalling í samtali við Telegraph. „Ég vissi að dagar mínir undir stjórn Ole væru nokkurn veginn taldir. Enski glugginn var lokaður og ég var skilinn eftir í skíta stöðu [e. shit situation]. Ég varð að ákveða mig hratt og ég talaði við Solskjær sem vissi ekki hvenær minn næsti leikur yrði.“ „Ef þetta hefði verið gert almennilega þá hefði ég fengið að vita þetta í upphafi sumargluggans og gert plön út frá því. Kona mín hafði eignast barn fyrir stuttu og það var margt að gerast á síðustu mínútunum,“ sagði Smalling. Chris Smalling slams Man United for the way his Roma transfer was handled https://t.co/JIpeCFXRQQ— MailOnline Sport (@MailSport) November 20, 2020
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira