Barnshafandi konur gagnrýna ósveigjanleika nýju laganna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra. Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra.
Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21
Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38