Haraldur Franklín númer 666 á heimslistanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 16:01 Haraldur Franklín Magnús keppir á Áskorendamótaröðinni. getty/David Cannon Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira