Haraldur Franklín númer 666 á heimslistanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 16:01 Haraldur Franklín Magnús keppir á Áskorendamótaröðinni. getty/David Cannon Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira