Heiðar Helgu sá eini sem hefur skorað hjá enska landsliðinu á enskri grundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 14:01 Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Marteinsson fagna Heiðari Helguson á Manchetser mótinu 2004 þar sem Heiðar skoraði öll þrjú mörk íslenska landsliðsins þar af eitt þeirra á móti Englandi. Getty/Barrington Coombs Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið sækir Englendinga heim í kvöld en íslensku strákarnir enda Þjóðadeildina og landsliðsárið með leik á sjálfum Wembley. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni mætt aðalliði Englendinga á enskri grundu og það var á City of Manchester leikvanginum í Manchester í júní 1994. Heiðar Helguson skoraði eina mark íslenska liðsins í leiknum en verður vonandi ekki áfram einn í klúbbnum eftir leik Englands og Íslands á Wembley í kvöld. Englendingar voru þarna nokkrum dögum frá því að spila á EM í Portúgal en fyrstu leikurinn á EM var á móti Frakklandi aðeins átta dögum síðar. Enska landsliðið vann leikinn 6-1 þar sem bæði Wayne Rooney og Darius Vassell skoruðu tvö mörk. Fyrsta markið skoraði hins vegar Frank Lampard á 20. mínútu og átján mínútum síðar var Rooney búinn að bæta við tveimur mörkum. Heiðar Helguson minnkaði muninn á 42. mínútu með skalla úr markteig eftir hornspyrnu. Allir þrír íslensku miðverðirnir lögðu upp markið. Hermann skallaði horn Þórðar Guðjónssonar aftur fyrir markið, Pétur Marteinsson reyndi hjólhestaspyrnu en hún fór af Ívari Ingimarssyni og til Heiðars sem skallaði boltann í markið af stuttu færi. Íslensku strákarnir fengu slæma umfjöllun í ensku blöðunum fyrir leikinn sem voru hrædd um að hinir grófu leikmenn íslenska liðsins myndu slasa ensku stórstjörnurnar rétt fyrir stórmót. Íslensku strákarnir pössuðu sig því allt of mikið á því að meiða ekki ensku landsliðsmennina, lítið var um hörð návígi og ekkert gult spjald fór á loft. „Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur en mér fannst við byrja leikinn mjög vel, við vorum öruggir með boltann og náðum ágætu spili okkar á milli. Þeir skora síðan þrjú mörk að ég held í þremur fyrstu færum sínum í fyrri hálfleik. Og það var erfitt hjá okkur eftir það,“ sagði Heiðar Helguson í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Spurður um hvort meiri baráttu og „víkingaanda“ hefði vantað í íslenska liðið gegn Englendingum sagði Heiðar að það hefði vissulega getað skipt máli. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum leikið eins og við erum vanir. En það er óhætt að segja að við höfum fengið skell hér í Manchester. Ef við töpum 6-1, þá er það skellur, sama við hverja við erum að leika og í hvaða móti sem er. Við verðum bara að bæta okkur og sjá til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki, það má ekki,“ sagði Heiðar í sama viðtali. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum á Youtube síðu enska knattspyrnusambandsins. Mark Heiðars Helgusonar kemur eftir tvær mínútur. watch on YouTube Leikur Íslands og Englands á Wembley í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 og leikurinn verður síðan gerður upp eftir að honum lýkur með viðtölum við íslensku landsliðsmennina og Erik Hamrén eftir sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn