Missti föður sinn úr Alzheimer og blæs til stórsóknar gegn sjúkdómnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2020 22:47 Bill segir gagnasöfnun og deilingu gagna geta skipt sköpum í baráttunni gegn sjúkdómum. epa/Gian Ehrenzeller Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira