Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 16:41 Gareth Southgate tekur í spaðann á Guðlaugi Victori Pálssyni eftir landsleik Íslands og Englands á Laugardalsvelli í september, sem England vann 1-0. Getty/Hafliði Breiðfjörð Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. Enski landsliðsþjálfarinn ræddi við fjölmiðlamenn á Wembley í dag í gegnum fjarfundabúnað, fyrir leikinn við Íslands sem þar fer fram annað kvöld. Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni en var nálægt því að ná í stig gegn Danmörku og Belgíu í síðustu leikjum, þegar liðið notaði 3-5-2 leikkerfi. Ísland hefur verið þekkt fyrir sitt 4-4-2 leikkerfi sem liðið notaði í úrslitaleiknum við Ungverjaland síðasta fimmtudag. „Mér fannst mjög áhugavert að sjá nýja uppstillingu Íslands í síðustu tveimur Þjóðadeildarleikjum, nýjan leikstíl og nýja leikmenn. Þetta var mjög ólíkt því sem við höfum séð áður. Fimm í vörn, og spilað úr vörninni. Þetta er áskorun fyrir okkur á morgun,“ sagði Southgate í dag. Hann kvaðst ekki reikna með „lúnu“ íslensku liði þó að það hefði spilað tvo erfiða mótsleiki á síðustu dögum, en England einn mótsleik og einn vináttulandsleik. Gareth Southgate og Steve Holland aðstoðarmaður hans.Getty/John Berry „Ég held að allir séu klárir í slaginn. Það voru talsvert miklar breytingar á [íslenska] liðinu á milli síðustu tveggja leikja. Það eru líka góðir, ungir leikmenn að koma inn, svo ég er viss um að þeir verða tilbúnir í leikinn,“ sagði Southgate, og vísaði til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslenska liðinu. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson eru farnir heim og Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann á morgun. Þeirra í stað komu inn menn úr U21-landsliðinu, sem er svo nálægt því að komast í lokakeppni EM en þarf að treysta á önnur úrslit í dag og á morgun. Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson eru mættir til Englands. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. Enski landsliðsþjálfarinn ræddi við fjölmiðlamenn á Wembley í dag í gegnum fjarfundabúnað, fyrir leikinn við Íslands sem þar fer fram annað kvöld. Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni en var nálægt því að ná í stig gegn Danmörku og Belgíu í síðustu leikjum, þegar liðið notaði 3-5-2 leikkerfi. Ísland hefur verið þekkt fyrir sitt 4-4-2 leikkerfi sem liðið notaði í úrslitaleiknum við Ungverjaland síðasta fimmtudag. „Mér fannst mjög áhugavert að sjá nýja uppstillingu Íslands í síðustu tveimur Þjóðadeildarleikjum, nýjan leikstíl og nýja leikmenn. Þetta var mjög ólíkt því sem við höfum séð áður. Fimm í vörn, og spilað úr vörninni. Þetta er áskorun fyrir okkur á morgun,“ sagði Southgate í dag. Hann kvaðst ekki reikna með „lúnu“ íslensku liði þó að það hefði spilað tvo erfiða mótsleiki á síðustu dögum, en England einn mótsleik og einn vináttulandsleik. Gareth Southgate og Steve Holland aðstoðarmaður hans.Getty/John Berry „Ég held að allir séu klárir í slaginn. Það voru talsvert miklar breytingar á [íslenska] liðinu á milli síðustu tveggja leikja. Það eru líka góðir, ungir leikmenn að koma inn, svo ég er viss um að þeir verða tilbúnir í leikinn,“ sagði Southgate, og vísaði til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslenska liðinu. Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson eru farnir heim og Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann á morgun. Þeirra í stað komu inn menn úr U21-landsliðinu, sem er svo nálægt því að komast í lokakeppni EM en þarf að treysta á önnur úrslit í dag og á morgun. Alfons Sampsted, Jón Dagur Þorsteinsson, Andri Fannar Baldursson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson eru mættir til Englands. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58
Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50
Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01