„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 12:49 KR-ingar áttu fína möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, þegar mótahaldi var hætt vegna ákvörðunar KSÍ. vísir/bára KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“ KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“
KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira