Allir þurfa áfram að bera grímu þrátt fyrir vottorð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:02 Allar verslanir Haga, þar á meðal Bónus og Hagkaup, ásamt Krónunni og Elko verða áfram með grímuskyldu fyrir alla, líka þá sem lokið hafa Covid-einangrun. Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, verða áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi á miðvikudag. Reglugerðin felur m.a. í sér breytingu á grímuskyldu. Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun þurfa ekki lengur að nota grímu, að því gefnu að þeir sýni fram á vottorð þess efnis. Hagar segja frá því í tilkynningu í dag að slík vottorð verði ekki tekin gild. „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei,“ segir í tilkynningu. Verslanir sem um ræðir eru Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Reykjavíkurapótek, Rekstrarland og Stórkaup, sem og þjónustustöðvar Olís. Grímuskyldan mun standa yfir til og með 2. desember. Haft er eftir Finni Oddssyni forstjóra Haga í tilkynningu að nýja reglugerðin verði til þess að auka álag á framlínustarfsfólk verslana til muna. Ákveðið hafi verið að halda grímuskyldunni óbreyttri. Finnur Oddsson, forstjóri Haga.Vísir/vilhelm „Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar segir í svari við fyrirspurn Vísis að áfram verði grímuskylda í verslunum Krónunnar þegar ný reglugerð tekur gildi, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar (fyrir miðju).Vísir/hanna Þá verða einnig allir skyldaðir til að bera grímu í verslunum ELKO. Gestur Hjaltason framkvæmdastjóri ELKO segir í svari við fyrirspurn Vísi að ekki sé stætt á því að krefja grímulausa um vottorð. Það sé jafnframt óöryggi fólgið í því fyrir viðskiptavini að sjá fólk grímulaust. Sami hátturinn verður jafnframt hafður á í öllum ríflega 60 verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland - grímuskylda fyrir alla þrátt fyrir vottorð. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um grímufyrirkomulag þegar ný reglugerð taki gildi á miðvikudag. „Við verðum að bíða átekta og sjá, við höfum ekki fengið að sjá hvernig þetta vottorð mun líta út og þá er reglugerðin heldur ekki komin út,“ segir Guðmundur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Hátt í 5000 Íslendingar geta hætt að nota grímur Þeir sem fengið hafa Covid-19 og lokið einangrun verða undanskildir grímuskyldu frá og með 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 14:45
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur