„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Friðriksson eru flokkssystkin í Sjálfstæðisflokknum en eru á öndverðu meiði í afstöðu sinni til þungunarrofs. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í vikunni í umræðu um þingsályktunartillögu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, sem kveður á um að konum frá Evrópu sem ekki er heimilt að gangast undir þungunarrof í sínu heimalandi, verði gert kleift að gangast undir slíka aðgerð hér á landi. „Ég er bara ósammála Ásmundi,“ sagði Áslaug Arna í Víglínunni á Stöð 2 í dag, spurð um afstöðu sína til ummæla Ásmundar. „Umræðan fór kannski frá því að vera umræða um heilbrigðiskerfið yfir í einmitt þennan mikilvæga rétt kvenna sem við höfum tekið ákvörðun um að virða hér á landi. Það er kannski ákveðinn freistnivandi sem að maður sá í þessari umræðu sumra að draga þetta mál niður á eitthvað plan sem það er í sumum öðrum löndum,“ sagði Áslaug. Henni þyki leiðinlegt að fólk sé tilbúið að gera málefnið að því pólitíska þrætuepli sem þekkist í öðrum löndum og nefndi Áslaug sérstaklega ríki „sem að við höfum ekkert sérstaklega horft til í pólitískum samanburði,“ líkt og ráðherrann orðaði það. „Sú skoðun sem að ég aðhyllist í þessum málum hefur orðið ofan á í lagaumhverfinu hérlendis og mörgum þykir þessi mál snúin en þau eru viðkvæm en þau eru samt svo einföld,“ sagði Áslaug en Alþingi samþykkti í fyrra rýmri löggjöf um þungunarrof en Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til málsins. „Að mínu viti eru það bara algjörlega sjálfsögð réttindi konunnar og það er enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að taka ákvörðun um þungunarrof. Þetta er hennar líf og hennar líkami og á að vera hennar ákvörðun,“ sagði Áslaug. Henni þyki eðlilegt að gagnrýna íhaldsamt lagaumhverfi þeirra ríkja sem hafa strangar reglur um þungunarrof líkt og eigi við um Pólland. „Það er ekki síst sannfæring mín um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sem styður þessa skoðun mína og ég held að við megum passa það að fara ekki með þessa umræðu niður í þær skotgrafir sem hún er víðast hvar annars staðar,“ sagði Áslaug. Viðtalið við Áslaugu Örnu í Víglínunni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Jafnréttismál Víglínan Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira