Hamrén: Viðar hlustaði á mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2020 22:04 Erik Hamrén á hliðarlínunni á Parken í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Dönum, 2-1, var Erik Hamrén ánægður með frammistöðu Íslendinga í leiknum á Parken í kvöld. „Ég er stoltur af frammistöðunni, sérstaklega eftir að hafa lent undir snemma leiks vegna ódýrrar vítaspyrnu. Við lögðum hart að okkur og þurftum að gera það því Danir voru miklu meira með boltann,“ sagði Hamrén eftir leik. Hann segist hafa breytt áherslum íslenska liðsins aðeins í hálfleik. „Við vildum vera þéttari í pressunni. Framan af vorum við of langt frá þeim. Vorum þéttari í seinni hálfleik og Danir notuðu fleiri langar sendingar og okkur gekk betur að vinna boltann.“ Hamrén gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu sára fyrir Ungverjalandi á fimmtudaginn og breytti líka um leikkerfi. „Við vorum með átta nýja leikmenn því við þurftum þess. Ég er ánægður með alla, þeir sýndu að þeir vilja spila. Við reyndum að spila í fyrri hálfleik en Danir voru góðir,“ sagði Hamrén sem hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni sem skoraði mark Íslands. „Ég sagði við Viðar að leggja hart að sér, skora og hann hlýddi mér,“ sagði Svíinn kankvís. Þetta var næstsíðasti leikur Hamréns með íslenska landsliðið. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið í Búdapest. „Þetta eru frábærir strákar að vinna með. Þeir eru með ótrúlegt hugarfar. Þetta voru erfiðir tveir dagar. Við vorum mjög niðurdregnir,“ sagði Hamrén sem kveður íslenska landsliðið gegn Englandi á miðvikudaginn. „Þú gætir hætt á verri velli. Wembley er magnaður leikvangur. Vonandi náum við aftur orku. Við hefðum átt að fá stig gegn Englandi og aftur í kvöld.“ Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir Dönum, 2-1, var Erik Hamrén ánægður með frammistöðu Íslendinga í leiknum á Parken í kvöld. „Ég er stoltur af frammistöðunni, sérstaklega eftir að hafa lent undir snemma leiks vegna ódýrrar vítaspyrnu. Við lögðum hart að okkur og þurftum að gera það því Danir voru miklu meira með boltann,“ sagði Hamrén eftir leik. Hann segist hafa breytt áherslum íslenska liðsins aðeins í hálfleik. „Við vildum vera þéttari í pressunni. Framan af vorum við of langt frá þeim. Vorum þéttari í seinni hálfleik og Danir notuðu fleiri langar sendingar og okkur gekk betur að vinna boltann.“ Hamrén gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu sára fyrir Ungverjalandi á fimmtudaginn og breytti líka um leikkerfi. „Við vorum með átta nýja leikmenn því við þurftum þess. Ég er ánægður með alla, þeir sýndu að þeir vilja spila. Við reyndum að spila í fyrri hálfleik en Danir voru góðir,“ sagði Hamrén sem hrósaði Viðari Erni Kjartanssyni sem skoraði mark Íslands. „Ég sagði við Viðar að leggja hart að sér, skora og hann hlýddi mér,“ sagði Svíinn kankvís. Þetta var næstsíðasti leikur Hamréns með íslenska landsliðið. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að rífa menn upp eftir tapið í Búdapest. „Þetta eru frábærir strákar að vinna með. Þeir eru með ótrúlegt hugarfar. Þetta voru erfiðir tveir dagar. Við vorum mjög niðurdregnir,“ sagði Hamrén sem kveður íslenska landsliðið gegn Englandi á miðvikudaginn. „Þú gætir hætt á verri velli. Wembley er magnaður leikvangur. Vonandi náum við aftur orku. Við hefðum átt að fá stig gegn Englandi og aftur í kvöld.“
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira