Hamrén hættir með íslenska landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 09:36 Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira