Nánasti ráðgjafi Johnson hverfur strax á braut Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 18:27 Cummings sigldi sjaldnast lygnan sjó sem helsti ráðgjafi Johnson forsætisráðherra. Hann var talinn hafa brotið sóttvarnareglur í vor en sat áfram með stuðningi Johnson. Vísir/EPA Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lét skyndilega af störfum í dag. Áður hafði verið greint frá því að Cummings hyrfi á braut fyrir jól í kjölfar deilna um innri málefni ráðuneytisins. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Cummings hafi sést bera kassa út úr Downing-stræti 10, aðsetri forsætisráðherrans, í kvöld. Þeir Johnson hafi rætt saman í dag og sammælst um að best væri að Cummings léti af störfum þegar í stað. Ólíkar fylkingar eru sagðar hafa barist um völdin í kringum Johnson forsætisráðherra undanfarin misseri en deilurnar náðu nýjum hæðum í vikunni í kringum skipan nýs starfsmannastjóra í Downing-stræti. Cummings hefur verið afar umdeildur. Hann var einn forsprakka hreyfingarinnar „Vote Leave“ sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Mikið fár skapaðist í kringum Cummings í vor þegar hann virti sóttvarnareglur að vettugi og ferðaðist út fyrir London þrátt fyrir að hann og eiginkona hans hefðu greinst smituð af kórónuveirunni. Johnson forsætisráðherra stóð þá með ráðgjafa sínum. Lee Cain, samskiptastjóri Johnson, lét einnig af störfum í dag. Bretland Tengdar fréttir Cummings hyggst hætta fyrir árslok Dominic Cummings mun láta af störfum sem helsti ráðgjafi breska forsætisráðherrans Boris Johnson fyrir árslok. 13. nóvember 2020 12:57 Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. 28. maí 2020 13:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lét skyndilega af störfum í dag. Áður hafði verið greint frá því að Cummings hyrfi á braut fyrir jól í kjölfar deilna um innri málefni ráðuneytisins. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Cummings hafi sést bera kassa út úr Downing-stræti 10, aðsetri forsætisráðherrans, í kvöld. Þeir Johnson hafi rætt saman í dag og sammælst um að best væri að Cummings léti af störfum þegar í stað. Ólíkar fylkingar eru sagðar hafa barist um völdin í kringum Johnson forsætisráðherra undanfarin misseri en deilurnar náðu nýjum hæðum í vikunni í kringum skipan nýs starfsmannastjóra í Downing-stræti. Cummings hefur verið afar umdeildur. Hann var einn forsprakka hreyfingarinnar „Vote Leave“ sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Mikið fár skapaðist í kringum Cummings í vor þegar hann virti sóttvarnareglur að vettugi og ferðaðist út fyrir London þrátt fyrir að hann og eiginkona hans hefðu greinst smituð af kórónuveirunni. Johnson forsætisráðherra stóð þá með ráðgjafa sínum. Lee Cain, samskiptastjóri Johnson, lét einnig af störfum í dag.
Bretland Tengdar fréttir Cummings hyggst hætta fyrir árslok Dominic Cummings mun láta af störfum sem helsti ráðgjafi breska forsætisráðherrans Boris Johnson fyrir árslok. 13. nóvember 2020 12:57 Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. 28. maí 2020 13:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Cummings hyggst hætta fyrir árslok Dominic Cummings mun láta af störfum sem helsti ráðgjafi breska forsætisráðherrans Boris Johnson fyrir árslok. 13. nóvember 2020 12:57
Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. 28. maí 2020 13:20
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20