„Manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 12:30 Björg Magnúsdóttir ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í dágóða stund og fóru þau um víðan völl. vísir/vilhelm Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL. Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgjæf íslensk nöfn: „vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira
Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, átta þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Björg ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og fóru þau meðan annars í gegnum trúna og hvernig það var fyrir hana að segja sig úr Þjóðkirkjunni. „Ég er alin upp á rosalega trúuðu heimili og foreldrar mínir voru um tíma í einhverjum söfnuðum og svona. Ég elska foreldra mína út af lífinu en við erum bara svolítið ólík,“ segir Björg í spjallinu við Snæbjörn. „Við fórum alltaf í messu á laugardögum hjá aðventistasöfnuðinum á Íslandi og ég var snemma farin að lesa mikið og það var yfirleitt mikilli rammi í kringum mig. En þegar kemur að trúnni þá fór í ég í smá leiðangur með það og það er ekki fyrir mig og ég gekk til liðs við Siðmennt fyrir nokkrum árum síðan og skráði mig úr Þjóðkirkjunni.“ Björg segist hafa fengið mjög trúað uppeldi. „Þetta hefur haft mjög mótandi áhrif á minn karakter og kennt mér rosalega margt og sýnt mér rosalega margt þó ég hafi kannski aðeins valið aðra leiði varðandi þessi mál. Þó ég sé ekki sjálf í Þjóðkirkjunni þá ber ég mjög mikla virðingu fyrir boðskap kristinnar trúar, það er ekki annað hægt. En að fara úr þessu er ferðalag og manni líður eins og maður sé að gera eitthvað rangt, sérstaklega ef maður er alin svona upp. En á einhverjum tímapunkti þarf þú að átta þig á því hver er ég og hvað er ég að tengja við. Ég er ekki að tengja við þessar messur,“ segir Björg og bætir við að henni hafi oft þótt fólk varpa of mikilli ábyrgð yfir á guð í stað þess að axla sjálf ábyrgð og takast á við hlutina. „Þegar þú elst upp við eitthvað þá heldur maður bara að það sé málið. En þegar líður á er eitthvað bank innra með manni þar sem maður er ekki að tengja við þetta.“ Dv greinir frá því í morgun að Björg sé gengin út og sé komin í samband með Tryggva Þór Hilmarssyni auglýsingahönnuði hjá Aton JL.
Trúmál Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgjæf íslensk nöfn: „vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira