Arnar Gunnlaugs um Pablo Punyed: Sú týpa sem við þurfum á að halda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Arnar segir að Pablo muni bæta lið Víkinga mikið. Vísir/Bára Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Pablo Punyed skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Víking sem leikur í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Kemur hann frá KR þar sem hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins í sumar ásamt því að verða Íslandsmeistari árið 2019. Víkingur er sjötta félag Pablo hér á landi en þessi knái leikmaður frá El Salvador kom fyrst hingað til lands árið 2012 er hann gekk til liðs við Fjölni. Síðan þá hefur hann leikið með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og svo KR. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 eftir undirskriftina í dag. Þá ræddi Svava Kristín einnig við Arnar Gunnlaugsson um komu Pablo í Víkina. Viðtölin má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég þekki fótboltann sem þeir spila og ég er mikill aðdáandi hans. Langar að vera hluti af því og langar að hjálpa þeim. Þekki Arnar vel og hlakka til að byrja,“ sagði Pablo um ástæður þess að hann ákvað að ganga í raðir Víkinga. „Víkingur vann bikarinn í fyrra [og er því enn ríkjandi bikarmeistarar] og okkur langar að vera í toppbaráttunni, vera í Evrópu og sýna hvað Víkingur getur gert. Þeir eru með frábært lið, spila frábærlega, eru með marga unga og efnilega leikmenn. Ég held að við getum blandað þessu vel saman,“ bætti hinn þrítugi miðjumaður við. Pablo var spurður út í af hverju hann hefði ekki samið aftur við KR eftir að hafa staðið sig velí sumar og orðið Íslandsmeistari á síðustu leiktíð. „Bara náðum ekki samkomulagi. KR þarf að taka til, þeir eru samt með frábært lið og verða áfram í toppbaráttunni,“ ég veit það. Arnar býst við miklu frá Pablo „Þetta er leikmaður sem átti sitt besta tímabil á Íslandi í fyrra með KR, skoraði sjö mörk í sextán leikjum. Hann er sigurvegari, karakter, leiðtogi inn á velli og akkúrat sú týpa sem við þurfum á að halda til að koma með sigurhugarfar inn í klúbbinn, inn í liðið. Hann er líka leikmaður sem gefur mjög mikið af sér, bæði innan vallar og utan.“ „Hann verður klárlega bara á miðjunni, það stendur örugglega í samningnum að hann þurfi ekki að spila vinstri bakvörð. Það sýnir líka hvernig karakter hann er, ef hann var beðinn um að fara í vinstri bakvörðinn þá er það ekkert mál. Honum líður langbest á miðjunni og við sjáum hann fyrir okkur þar,“ sagði Arnar um þá stöðu sem Pablo mun spila fyrir Víkinga. Pablo leysti margar stöður í KR-liðinu og þar á meðal vinstri bakvörð þau fáu skipti sem Kristinn Jónsson var meiddur. „Hann gat alveg valið úr liðum, hann er búinn að vinna ansi mikið hérna á Íslandi með ÍBV, Stjörnunni og KR svo hann er eftirsóttur. Það er því frábært fyrir okkur að hafa landað honum. Ég vænti mikils af honum, hann veit það og honum á eftir að líða mjög vel hérna,“ sagði Arnar að lokum. Klippa: Pablo mættur í Víkina
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira