Hlynur og Haukur á lista hjá öllum yfir þá bestu í sögu Körfuboltakvölds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 17:00 Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson eru frábærir leikmenn og hafa sýnt það hér heima, í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Samsett/Vísir/Vilhelm og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld hélt upp á óopinbert fimm ára afmælið sitt með því að velja bestu íslensku leikmennina sem höfðu spilað í Domino´s deild karla síðan að Körfuboltakvöldið varð að veruleika haustið 2015. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, setti saman tólf manna lista af íslenskum körfuboltamönnum og af þeim lista áttu hann og allir hirnir sérfræðingar þáttarins að velja fimm manna úrvalslið sitt. Leikmennirnir sem komu til greina voru allir þeir sem höfðu spilað í deildinni á þessi fimm tímabil sem Domino´s Körfuboltakvöld hefur verið í gangi og það var því nóg fyrir þá að eiga eitt frábært tímabil til að koma til greina. Það taldi þó þeim til tekna sem höfðu skilað stöðugu framlagi allan tímann. Benedikt Guðmundsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru sérfræðingar þáttarins og fóru yfir valið með Kjartani Atla. Það voru tveir leikmenn sem komust í fimm manna úrvalsliðið hjá öllum en það voru þeir Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. „Hlynur er fáránlega góður gæi í körfu. Stórkostlegur skorari, stórkostlegur frákastari, geggjaður varnarmaður, frábær í að setja hindranir, mikil leiðtogi og frábær náungi. Mér líður eins og ég sé að lýsa konunni minni,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Hlyn Bæringsson. „Mitt lið er samansafn af mönnum sem spila bæði hörku vörn og hörku sókn. Hlynur er fáránlega góður varnarmaður en svo er hann líka alltaf ógn í sókninni. Við erum að tala um okkar besta frákasta hugsanlega frá upphafi. Við fáum aldrei annan eins frákastara og vörn og fráköst eru nóg fyrir hann til að vera í þessu liði hjá mér,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hlyn Bæringsson. Haukur Helgi Pálsson fékk líka fullt hús eins og Hlynur þrátt fyrir að hafa spilað bara eitt tímabil í deildinni. „Frábær sóknarmaður og frábær varnarmaður líka. Hann getur spilað allar stöður á vellinum. Ég var með hann í Fjölni í yngri flokkunum og ég gat látið hann spila allt frá leikstjórnanda og upp í miðherja eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann er ennþá þannig í dag og getur hlaupið í hvaða stöðu sem er,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga Pálsson. „Þetta er okkar langfjölhæfasti leikmaður frá upphafi. Þegar hann var hérna þá nánast var hann búinn að leiða Njarðvíkurliðið í gegnum þetta ógurlega KR-lið sem vann ár eftir ár. Þeir töpuðu fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum og þar var Haukur maðurinn. Það er lítið dæmi um það hvað hann var öflugur,“ sagði Benedikt. Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla fara yfir valið á bestu leikmönnunum í sögu Domino´s Körfuboltakvölds með þeim Benna Gumm og Jonna. Klippa: Bestu íslensku leikmennirnir í sögu Domino´s Körfuboltakvölds
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn