Man. United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:01 Cristiano Ronaldo fagnar marki á síðasta tímabili sínu með Manchester United. EPA/MAGI HAROUN Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United sáu táninginn Cristiano Ronaldo verða að einum besta fótboltamanni heims í búningi United og hafa síðan að hann fór til Real Madrid, eflaust látið sig dreyma um það að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Nú eru sagðar auknar líkur á því það gæti orðið að veruleika ef Juventus reynir að selja Portúgalann næsta sumar. Það kom flestum á óvart þegar Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 en Juventus þurftu reyndar að borga hundrað milljónir fyrir hann og bjóða honum ofurlaun. Ronaldo is considering a return to Old Trafford IT IS ON UNITED FANS https://t.co/M6X4yJ6NQd— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 11, 2020 Ronaldo var nýbúinn að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn þegar hann yfirgaf Real Madrid en hefur ekki náð að komast langt með Juventus í Meistaradeildinni síðan þá. Ronaldo hefur engu að síður orðið tvisvar sinnum ítalskur meistari og þá hefur hann skorað 71 mark í 94 leikjum fyrir félagið. Spænska blaðið Sport sagði frá því um helgina að Juventus sé tilbúið að selja Ronaldo eftir 2020-21 tímabilið og auk þess að losna við að borga þessi ofurlaun hans þá mun ítalska félagið reyna að fá eitthvað til baka af því sem það greiddi fyrir Portúgalann sumarið 2018. Cristiano Ronaldo hefur verið mikið orðaður við franska félagið Paris Saint Germain og Manchetser City var jafnvel komið inn í myndina ef Lionel Messi yrði áfram hjá Barcelona. ULTIMO MOMENTO: nuestras fuentes en Manchester y en Oporto nos confirman que Manchester United tentó a Cristiano Ronaldo con un regreso al club para la próxima temporada. El portugués lo analiza. Juventus lo negociaria si él lo pide. pic.twitter.com/NDTVkAYCcF— Christian Martin (@askomartin) November 10, 2020 Fjölmiðlamaðurinn Christian Martin sagði aftur á móti 390 þúsund fylgjendum sínum á Twitter að hans heimildir frá bæði Manchester og Porto hermi að Manchester United sé að biðla til Cristiano Ronaldo um að hann snúi aftur til Manchester United. Það fylgir sögunni að Juventus sé tilbúið að fara í samningaviðræður ef leikmaðurinn sjálfur biður um það. Cristiano Ronaldo er nú 35 ára gamall en hann spilaði með Manchester United frá 2003 til 2009 eða á aldrinum 18 til 24 ára. Hann varð þrisvar enskur meistari með liðinu. Ronaldo skoraði 118 mörk í 292 leikjum mðe Manchester United þar af 42 mörk í 49 leikjum tímabilið 2007-08 þegar liðið vann bæði Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina. Cristiano Ronaldo reportedly has an offer on the table from Manchester United and is strongly considering it. Juventus are happy to accept if he requests! https://t.co/fMaxgydPmR— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira