Á að endurtaka hér mistök Norðurlanda? Ólafur Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2020 12:00 Hvað segja þau sem tala sem þinglýstir eigendur góðmennsku og mannúðar um stefnu dönsku ríkisstjórnarinnar? Reynslan sýnir án vafa að skipulag hælisleitendamála hér á landi er ófullnægjandi. Lög um útlendinga fela í sér tilboð til fólks hvaðanæva úr heiminum að freista gæfunnar hér á landi á kostnað ríkissjóðs. Framboð á ókeypis gæðum á borð við framfærslu og húsnæði kallar á eftirspurn eftir slíkum gæðum. Kostnaður ræðst af fjölda þeirra sem ákveða að koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta jafngildir því að ríkissjóður sé með opinn krana í útgjöldum til málaflokksins. Ekkert ríki sem vill ástunda ábyrga fjármálastjórn getur leyft sér að haga málum með slíkum hætti. Rangur kúrs Stefnuskekkjan í málefnum hælisleitenda felst í að hér á landi er enn fylgt stefnu sem nágrannalönd á Norðurlöndum fylgdu með afleiðingum sem flestum eru kunnar. Forsætisráðherra Danmerkur lýsir stefnunni sem mistökum. Forsætisráðherra Svíþjóðar viðurkennir mistök með því að segja stefnuna hafa leitt af sér aukna glæpatíðni í landinu. Ætlum við ekki draga lærdóma af reynslu Norðurlanda? Samt er fjöldi hælisumsókna hér fimmfaldur á við Danmörku og Noreg og sömuleiðis fjöldi samþykktra umsókna. Við göngum lengra en Svíar. Rangan kúrs verður að leiðrétta. Hluti þeirrar leiðréttingar er að styðja fólk sem vill hverfa aftur til síns heima eins og Danmörk gerir og eins og heimild er til í gildandi lögum hér á landi. Verjum fé betur en nú er gert Til Íslands hafa flutt tugþúsundir til að starfa hér og taka þátt í íslensku samfélagi. Heilu atvinnugreinarnar reiða sig á vinnuframlag þessa fólks sem er velkomið hingað til lands. Ísland daufheyrist ekki við ákalli um hjálp í þeim flóttamannavanda sem skekið hefur heimsbyggðina undanfarin ár. Þetta er gert með móttöku kvótaflóttamanna í skipulögðu hjálparstarfi undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Við viljum leggja okkar af mörkum í þessu starfi og hlúa sem best að því fólki sem hingað kemur á þessum forsendum. En við getum ekki haft opnar gáttir gagnvart fólki sem leitar hælis á grundvelli rangra upplýsinga og tilhæfulausra umsókna. Hinum ærna kostnaði við afgreiðslu erinda þeirra væri betur varið til að styðja við fólk í neyð á heimaslóð þar sem margfalt meira fæst fyrir hverja krónu en þeim sem varið er hér á landi. Með sanni má segja eins og danski forsætisráðherrann í stefnuræðu fyrir mánuði að við höfum brugðist fólkinu sem eftir situr og þar sem hægt væri að létta undir með miklu fleirum en gert er. Ísland á ekki að snúa baki við fólki í neyð. Virða ber grunngildi Í alþjóðlegu samstarfi styðja Íslendingar hugsjónir lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis þar sem fólki er ekki mismunað eftir kynferði eða kynhneigð svo dæmi séu tekin. Enginn á að fá hæli hér nema lýsa yfir staðföstum vilja til að fylgja þessum vestrænu hugsjónum í orði og verki og virða þannig grunngildi íslensks samfélags. Eignarréttur á góðmennsku og mannúð Óbreytt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda fær ekki staðist. Opni kraninn á ríkissjóð gengur gegn ábyrgri stjórn fjármála. Opna tilboðið sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og allir hinir handhafar góðmennsku og mannúðar standa fyrir skapar gróðafæri fyrir menn af misjöfnu sauðahúsi í fjarlægum löndum. Smyglarar sjá tækifæri í að hafa aleiguna af fólki fyrir að leiða það um borð í yfirfullar manndrápsfleytur til þess eins að drukkna í Miðjarðarhafinu eins og hefur orðið hlutskipti þúsunda barna, kvenna og karla. Skilaboð um að hér standi allar gáttir opnar gagnast engum betur en slíkum smyglurum og afbrotamönnum sem leitast við að misnota móttökukerfi hælisleitenda eins og Ríkislögreglustjóri hefur varað við í skýrslum. Danska ríkisstjórnin, stjórn jafnaðarmanna, systurflokks Samfylkingar, ætlar að hætta að taka við hælisleitendum á danskri grundu en opna móttökustöð í landi utan Evrópu. Hvað segja flokkssystkin Mette Fredriksen forsætisráðherra og fylgitungl þeirra um stefnu systurflokksins í Danmörku? Fjárhagsleg ábyrgð Nýtt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda þarf að fullnægja kröfum um fjárhagslega ábyrgð og skilvirkni. Velferðarkerfið þolir ekki opin landamæri. Sýnum fólki þá virðingu að draga það ekki á svörum og tökum upp 48 stunda reglu að norskri fyrirmynd. Förum að Dyflinnarreglugerð um að hælisumsóknir séu afgreiddar í því Evrópulandi sem umsækjandinn kemur fyrst til. Markmið breytinga þarf að vera að ná föstum tökum á útgjöldum vegna málefna hælisleitenda, leiðrétta stefnuskekkjuna í málaflokknum og beina því fé sem til ráðstöfunar er með skilvirkum hætti til þeirra heima fyrir sem mesta þörf hafa fyrir aðstoð. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Miðflokkurinn Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hvað segja þau sem tala sem þinglýstir eigendur góðmennsku og mannúðar um stefnu dönsku ríkisstjórnarinnar? Reynslan sýnir án vafa að skipulag hælisleitendamála hér á landi er ófullnægjandi. Lög um útlendinga fela í sér tilboð til fólks hvaðanæva úr heiminum að freista gæfunnar hér á landi á kostnað ríkissjóðs. Framboð á ókeypis gæðum á borð við framfærslu og húsnæði kallar á eftirspurn eftir slíkum gæðum. Kostnaður ræðst af fjölda þeirra sem ákveða að koma hingað til lands til að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta jafngildir því að ríkissjóður sé með opinn krana í útgjöldum til málaflokksins. Ekkert ríki sem vill ástunda ábyrga fjármálastjórn getur leyft sér að haga málum með slíkum hætti. Rangur kúrs Stefnuskekkjan í málefnum hælisleitenda felst í að hér á landi er enn fylgt stefnu sem nágrannalönd á Norðurlöndum fylgdu með afleiðingum sem flestum eru kunnar. Forsætisráðherra Danmerkur lýsir stefnunni sem mistökum. Forsætisráðherra Svíþjóðar viðurkennir mistök með því að segja stefnuna hafa leitt af sér aukna glæpatíðni í landinu. Ætlum við ekki draga lærdóma af reynslu Norðurlanda? Samt er fjöldi hælisumsókna hér fimmfaldur á við Danmörku og Noreg og sömuleiðis fjöldi samþykktra umsókna. Við göngum lengra en Svíar. Rangan kúrs verður að leiðrétta. Hluti þeirrar leiðréttingar er að styðja fólk sem vill hverfa aftur til síns heima eins og Danmörk gerir og eins og heimild er til í gildandi lögum hér á landi. Verjum fé betur en nú er gert Til Íslands hafa flutt tugþúsundir til að starfa hér og taka þátt í íslensku samfélagi. Heilu atvinnugreinarnar reiða sig á vinnuframlag þessa fólks sem er velkomið hingað til lands. Ísland daufheyrist ekki við ákalli um hjálp í þeim flóttamannavanda sem skekið hefur heimsbyggðina undanfarin ár. Þetta er gert með móttöku kvótaflóttamanna í skipulögðu hjálparstarfi undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Við viljum leggja okkar af mörkum í þessu starfi og hlúa sem best að því fólki sem hingað kemur á þessum forsendum. En við getum ekki haft opnar gáttir gagnvart fólki sem leitar hælis á grundvelli rangra upplýsinga og tilhæfulausra umsókna. Hinum ærna kostnaði við afgreiðslu erinda þeirra væri betur varið til að styðja við fólk í neyð á heimaslóð þar sem margfalt meira fæst fyrir hverja krónu en þeim sem varið er hér á landi. Með sanni má segja eins og danski forsætisráðherrann í stefnuræðu fyrir mánuði að við höfum brugðist fólkinu sem eftir situr og þar sem hægt væri að létta undir með miklu fleirum en gert er. Ísland á ekki að snúa baki við fólki í neyð. Virða ber grunngildi Í alþjóðlegu samstarfi styðja Íslendingar hugsjónir lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis þar sem fólki er ekki mismunað eftir kynferði eða kynhneigð svo dæmi séu tekin. Enginn á að fá hæli hér nema lýsa yfir staðföstum vilja til að fylgja þessum vestrænu hugsjónum í orði og verki og virða þannig grunngildi íslensks samfélags. Eignarréttur á góðmennsku og mannúð Óbreytt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda fær ekki staðist. Opni kraninn á ríkissjóð gengur gegn ábyrgri stjórn fjármála. Opna tilboðið sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og allir hinir handhafar góðmennsku og mannúðar standa fyrir skapar gróðafæri fyrir menn af misjöfnu sauðahúsi í fjarlægum löndum. Smyglarar sjá tækifæri í að hafa aleiguna af fólki fyrir að leiða það um borð í yfirfullar manndrápsfleytur til þess eins að drukkna í Miðjarðarhafinu eins og hefur orðið hlutskipti þúsunda barna, kvenna og karla. Skilaboð um að hér standi allar gáttir opnar gagnast engum betur en slíkum smyglurum og afbrotamönnum sem leitast við að misnota móttökukerfi hælisleitenda eins og Ríkislögreglustjóri hefur varað við í skýrslum. Danska ríkisstjórnin, stjórn jafnaðarmanna, systurflokks Samfylkingar, ætlar að hætta að taka við hælisleitendum á danskri grundu en opna móttökustöð í landi utan Evrópu. Hvað segja flokkssystkin Mette Fredriksen forsætisráðherra og fylgitungl þeirra um stefnu systurflokksins í Danmörku? Fjárhagsleg ábyrgð Nýtt fyrirkomulag í málefnum hælisleitenda þarf að fullnægja kröfum um fjárhagslega ábyrgð og skilvirkni. Velferðarkerfið þolir ekki opin landamæri. Sýnum fólki þá virðingu að draga það ekki á svörum og tökum upp 48 stunda reglu að norskri fyrirmynd. Förum að Dyflinnarreglugerð um að hælisumsóknir séu afgreiddar í því Evrópulandi sem umsækjandinn kemur fyrst til. Markmið breytinga þarf að vera að ná föstum tökum á útgjöldum vegna málefna hælisleitenda, leiðrétta stefnuskekkjuna í málaflokknum og beina því fé sem til ráðstöfunar er með skilvirkum hætti til þeirra heima fyrir sem mesta þörf hafa fyrir aðstoð. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun