Frændi eiganda Man. City að eignast enska félagið Derby County Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 15:51 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræðir hér við eignandann Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan og stjórnarformanninn Khaldoon Al Mubarak. Getty/Victoria Haydn Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Sheikh Khaled er að eignast enska b-deildarfélagið Derby County fyrir sextíu milljónir punda en forráðamenn Derby hafa staðfest að enska b-deildin hafi samþykkt kaupin. Sheikh Khaled kaupir félagið af Mel Morris sem hefur samþykkt að selja félagið sem hann hefur átt í sex ár. Morris mun þó líklegast halda áfram afskiptum sínum af félaginu sem sérlegur ráðgjafi nýja eigandans. Derby County owner Mel Morris has agreed a deal in principle to sell the Championship club to a cousin of Manchester City owner Sheikh Mansour. https://t.co/9tiVb1VFK6 pic.twitter.com/PTAe9wYoMW— BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2020 Það er hefð fyrir því í fjölskyldu Sheikh Khaled að eignast erlend knattspyrnufélög en hann er í hinni frægu konungsfjölskyldu í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sheikh Khaled er nefnilega frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City. Sheikh Mansour og félagið City Football Group eiga knattspyrnufélög út um allan heim eins og New York City FC í Bandaríkjunum, Montevideo City Torque í Úrúgvæ Melbourne City í Ástralíu og Lommel í Belgíu. Morris ákvað að reyna að setja félagið eftir að Derby County mistókst að komast upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu árum en liðið tapaði meðal annars í úrslitaleik umspilsins vorið 2019 þegar knattspyrnustjóri þess var Frank Lmapard. Derby County confirm Abu Dhabi royal Sheikh Khaled - cousin of Man City's Sheikh Mansour - is on verge of £60m takeover https://t.co/u4OVaI6r3B— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Hollendingurinn Phillip Cocu er knattspyrnustjóri Derby í dag en það er ekki búist við því að hann haldi þeirri stöðu mikið lengur og leikur helgarinnar gæti orðið sá síðasti hjá honum. Derby liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku b-deildinni á þessu tímabili og situr liðið eins og er í 23. sæti deildarinnar. Liðið væri á botninum ef að stigin hefðu ekki verið tekin af Sheffield Wednesday. Phillip Cocu, Morris og stjórnarformaðurinn Stephen Pearce eru allir í sóttkví eftir að Pearce fékk kórónuveiruna. Þeir höfðu funduð rétt áður, væntanlega um framtíð Cocu hjá liðunu.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira