Van Basten segist hafa átt að hætta fyrr: „Sársaukinn var ekki þess virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2020 08:00 Marco van Basten varð tvisvar sinnum Evrópumeistari með AC Milan. getty/Alessandro Sabattini Marco van Basten, fyrrverandi framherji Ajax, AC Milan og hollenska landsliðsins, segir að hann hefði átt að hætta fyrr í fótbolta. Van Basten lagði skóna á hilluna þegar hann var þrítugur eftir að hafa glímt við erfið ökklameiðsli í langan tíma. Meiðslin hafa enn áhrif á Hollendinginn og hann segist varla geta sparkað í bolta í dag. „Allur sársaukinn var ekki þess virði. Ökklameiðslin höfðu svo mikil áhrif á mig, líka á daglegt líf. En á þessum tíma var fótboltinn mér allt,“ sagði Van Basten við BBC. „Núna þegar ég er eldri á ég mér líf án fótboltans. Það er meira í lífinu en fótbolti. Í dag hefði ég tekið aðra ákvörðun.“ Eftir að hafa ekkert spilað í tvö ár hætti Van Basten loks í fótbolta 1995. „Ég dó sem fótboltamaður,“ sagði Van Basten. „Ég get ekki spilað fótbolta í dag. Það er of erfitt. Ég get ekki skotið boltanum eða gert neitt með fætinum. Það kom varla sá dagur sem ég snerti ekki bolta en síðan var þetta allt skyndilega búið. Það var mjög sársaukafullt.“ Van Basten varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu 1988 og var hluti af frábæru liði Milan í kringum 1990. Hann varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Milan og tvisvar sinnum Evrópumeistari. Van Basten fékk Gullboltann í þrígang á ferlinum. Fótbolti Hollenski boltinn Holland Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
Marco van Basten, fyrrverandi framherji Ajax, AC Milan og hollenska landsliðsins, segir að hann hefði átt að hætta fyrr í fótbolta. Van Basten lagði skóna á hilluna þegar hann var þrítugur eftir að hafa glímt við erfið ökklameiðsli í langan tíma. Meiðslin hafa enn áhrif á Hollendinginn og hann segist varla geta sparkað í bolta í dag. „Allur sársaukinn var ekki þess virði. Ökklameiðslin höfðu svo mikil áhrif á mig, líka á daglegt líf. En á þessum tíma var fótboltinn mér allt,“ sagði Van Basten við BBC. „Núna þegar ég er eldri á ég mér líf án fótboltans. Það er meira í lífinu en fótbolti. Í dag hefði ég tekið aðra ákvörðun.“ Eftir að hafa ekkert spilað í tvö ár hætti Van Basten loks í fótbolta 1995. „Ég dó sem fótboltamaður,“ sagði Van Basten. „Ég get ekki spilað fótbolta í dag. Það er of erfitt. Ég get ekki skotið boltanum eða gert neitt með fætinum. Það kom varla sá dagur sem ég snerti ekki bolta en síðan var þetta allt skyndilega búið. Það var mjög sársaukafullt.“ Van Basten varð Evrópumeistari með hollenska landsliðinu 1988 og var hluti af frábæru liði Milan í kringum 1990. Hann varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Milan og tvisvar sinnum Evrópumeistari. Van Basten fékk Gullboltann í þrígang á ferlinum.
Fótbolti Hollenski boltinn Holland Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira