Niðurskurður sauðfjár hafinn í Skagafirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 12:15 Skera þarf niður á sjöunda hundrað fjár að Stóru-Ökrum í dag. Vísir/Tryggvi Páll Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum. Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Á sjöunda hundrað fjár á Stóru-Ökrum verður fargað í dag eftir að riða kom upp á bænum um miðjan október. Gunnar Sigurðsson, bóndinn á bænum, segir að fjárhagslegar bætur fái aldrei bætt tilfinningalegt tjón. Hann kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu um þann óvin sem riða sé. Fyrst greindist riða á Stóru-Ökrum í þriggja vetra ær. Héraðsdýralæknirinn sagði í samtali við fréttastofu um málið í október að hann teldi afar líklegt að hún hefði borið sjúkdóminn jafnvel í nokkur ár en þó einkennalaus. Í kjölfarið voru sýni úr sauðfé send til rannsóknar frá fleiri bæjum en í ljós kom að riða greindist á þremur bæjum til viðbótar. Niðurskurður sauðfjár á Stóru-Ökrum hefst í dag. Gunnar Sigurðsson er bóndinn á bænum. „Hér verður allt þurrkað út; hvert einasta gen sem mér tengist í raun og veru. Þetta eru á sjöunda hundrað en nærri helmingur þeirra eru lömb og rétt um fjögur hundruð ær.“ Fann til smitskammar fyrstu dagana Gunnar segir baráttuna við riðu í sauðfé vera flókna og illviðráðanlega. Fyrstu dagana eftir að riðan fékkst staðfest fann Gunnar til smitskammar. „Það tekur þónokkra daga til að fá höfuðið til að gegna því að þetta sé eitthvað sem þú ræður ekki við, það er bara svoleiðis, bara eins og alls konar sem við lendum í sem maður bregst við ósjálfrátt í sjálfu sér, algjörlega órökrétt og ekkert endilega tengt neinum raunveruleika. Gunnar segir upplifun sína af riðu minna um margt á heimsfaraldur kórónuveiru sem geisar. „Þetta er eitthvað sem læðist aftan að þér án þess að þú hafir hugmynd um það og þessi gríðarlega langa meðganga sem þarna er um að ræða til dæmis. Það er mjög erfitt að bregðast við þegar maður er þremur árum á eftir.“ Langur og einkennalaus meðgöngutími riðu geri bændum afar erfitt fyrir. Ríkið mun greiða bændum, sem skera þurfa niður fé sitt vegna riðu, bætur. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón.“ Kallar eftir rannsóknum og meiri þekkingu á sjúkdómnum Gunnar kallar eftir því að vísinda-og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Samfélagið í Skagafirði brothættast eftir harmleikinn Mestar áhyggjur hefur Gunnar af samfélaginu í Skagafirði. „Þetta er mikið högg fyrir samfélagið þegar svona kemur upp. Þetta setur alla á tærnar og allir verða hundstressaðir með sitt og það er kannski það sem er brothættast í raun og veru, ef maður á að horfa á heildarmyndina,“ segir Gunnar sem bætir við að samstaðan sé gríðarleg nú á erfiðum tímum.
Riða í Skagafirði Skagafjörður Dýraheilbrigði Akrahreppur Tengdar fréttir Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50
Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp 28. október 2020 21:43
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent