Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2020 17:31 Pétur Pétursson var ánægður með leik síns liðs í dag, þá sérstaklega fyrri hálfleikinn. Vísir/Hulda Margrét Pétur Pétursson, þjálfari knattspyrnuliðs Vals, var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur liðsins á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. Valur hóf leikinn gríðarlega vel, pressaði gestina frá Finnlandi út um allan völl og uppskar eftir því. Staðan 3-0 eftir rúmar 35 mínútur og segja má að einvíginu hafi verið lokið þegar síðari hálfleikur hófst. „Mér fannst við spila þetta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Kláruðum í rauninni leikinn í fyrri hálfleik. Fannst við standa okkur vel,“ sagði Pétur að leik loknum. „Eins og ég sagði fyrir leik þá erum við nánast búin að horfa á finnsku deildina frá því hún byrjaði svo við vissum nákvæmlega hvað þær eru að gera. Að sama skapi er þetta ekki auðvelt lið að vinna og mér fannst stelpurnar gera það mjög vel,“ sagði þjálfari Vals aðspurður hvort upplegg Vals hefði gengið nær fullkomlega upp. Að lokum var Pétur spurður út í hvernig það væri að vera spila mikilvæga leiki með íslenskt félagslið þegar komið er fram í nóvember. „Þetta er frekar sérstakt. Við erum búin að vera meira og minna í fótbolta síðan í nóvember í fyrra, það er ár síðan. Að sama skapi þá erum við í Meistaradeildinni og það er spennandi að spila í Meistaradeildinni. Það er spennandi að ná árangri, það er það sem við viljum gera og það er það sem heldur okkur gangandi núna.“ Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari knattspyrnuliðs Vals, var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur liðsins á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. Valur hóf leikinn gríðarlega vel, pressaði gestina frá Finnlandi út um allan völl og uppskar eftir því. Staðan 3-0 eftir rúmar 35 mínútur og segja má að einvíginu hafi verið lokið þegar síðari hálfleikur hófst. „Mér fannst við spila þetta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Kláruðum í rauninni leikinn í fyrri hálfleik. Fannst við standa okkur vel,“ sagði Pétur að leik loknum. „Eins og ég sagði fyrir leik þá erum við nánast búin að horfa á finnsku deildina frá því hún byrjaði svo við vissum nákvæmlega hvað þær eru að gera. Að sama skapi er þetta ekki auðvelt lið að vinna og mér fannst stelpurnar gera það mjög vel,“ sagði þjálfari Vals aðspurður hvort upplegg Vals hefði gengið nær fullkomlega upp. Að lokum var Pétur spurður út í hvernig það væri að vera spila mikilvæga leiki með íslenskt félagslið þegar komið er fram í nóvember. „Þetta er frekar sérstakt. Við erum búin að vera meira og minna í fótbolta síðan í nóvember í fyrra, það er ár síðan. Að sama skapi þá erum við í Meistaradeildinni og það er spennandi að spila í Meistaradeildinni. Það er spennandi að ná árangri, það er það sem við viljum gera og það er það sem heldur okkur gangandi núna.“
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00