Diogo Jota með þriðju Evrópuþrennu sína á innan við einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 11:30 Liverpool maðurinn Diogo Jota innsiglar hér þrennu sína á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira