Diogo Jota með þriðju Evrópuþrennu sína á innan við einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 11:30 Liverpool maðurinn Diogo Jota innsiglar hér þrennu sína á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira