Víðir harðorður vegna framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana: „Þetta er svo mikið kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 11:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi fyrr í haust. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira