Liverpool í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 13:31 Jürgen Klopp er hér kannski að reyna útskýra það hvernig liðið sem hefur fengið á sig flest mörk geti verið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Paul Ellis Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira