Liverpool í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 13:31 Jürgen Klopp er hér kannski að reyna útskýra það hvernig liðið sem hefur fengið á sig flest mörk geti verið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Paul Ellis Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira