Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 18:47 Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu. Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. Greint hefur verið frá því að lögreglu hafi borist tilkynningar um að verslanir fari ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu. Víðir segir í skilaboðum sínum til yfirmanna í lögreglunni að ekki hafi verið kveðið á með skýrum hætti um fjölda í verslunum í reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir. Áhöld voru um hvort að fjöldatakmarkanir í verslunum miðuðust við samanlagðan fjölda starfsmanna og viðskiptavina eða þá einungis viðskiptavina. Hið rétta er, samkvæmt Víði, að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við viðskiptavini. „Það er afar óheppilegt þegar svona stjórnvaldstilmæli eru jafn íþyngjandi og þessi eru, að þau séu ekki þannig úr garði gerð að það sé hafið yfir vafa hvernig á að fylgja þeim, bæði fyrir þá sem eiga að framfylgja þeim og þá sem eiga að fara eftir þeim,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að það sé því skiljanlegt að lögreglumenn hafi gagnrýnt verslunarmenn í fjölmiðlum fyrir að fara ekki eftir reglum um fjöldatakmarkanir og grímuskyldu í verslunum, því reglurnar hafi ekki verið skýrar. „Við gagnrýnum það á móti að stjórnvaldsfyrirmælin, sem þessi reglugerð er, hafi ekki verið nægjanleg skýr og ákvæði um grímuskylduna hafi ekki verið nógu vel kynnt af hálfu stjórnvalda. Við sendum út tilkynningu til okkar félagsmanna til að skýra út fyrir þeim eins vel og hægt var hvað í þessu fælist, en til að það sé hægt þurfa fyrirmælin sem við byggjum á að vera skýr og ótvíræð.“ Reglurnar í dag eru þannig að allar samkomur eru takmarkaðar við tíu manns. Hins vegar er lyfja- og matvöruverslunum heimilt að hafa allt að 50 viðskiptavini inni í einu. Aðrar verslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér. Sem þýðir að byggingavöruverslanir mega aðeins hafa tíu viðskiptavini inni hjá sér í einu. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fellur hins vegar í flokk matvælaverslana því áfengi er skilgreint sem matvæli í lögum. Því mega 50 viðskiptavinir vera inni í verslunum ÁTVR í einu.
Verslun Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Sjá meira