Guðni og Eliza ávörpuðu heilbrigðisstarfsfólk Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:09 Hjónin báru grímur þegar þau gengu inn í stofuna. Skjáskot Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo. Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo.
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira