Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 21:01 Guðni segir ákvörðun KSÍ hafa verið þungbæra en ákvörun sem varð að taka. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00