Ellert B. Schram kynntist sjálfur spillingu og mútum í forsetakosningum hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:00 Sepp Blatter heilsar Lennart Johansson á FIFA þingi en til vinstri er bókarkápan á nýrri endurminningarbók Ellert B. Schram. Samsett/Getty/liewig christian Sepp Blatter var kjörinn forseti FIFA í fyrsta sinn árið 1998 en þá var hann í baráttu við Svíann Lennart Johansson. Ellert B. Schram tók þátt í kosningabaráttu Svíans og komst þar strax að því hvernig Sepp Blatter gerði hlutina. Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ og forseti ÍSÍ, segir meðal annars frá kynnum sínum af spillingu innan Alþjóða knattspyrnusambandsins í nýrri endurminningabók sem er að koma út fyrir jólin. Bókarkápan. Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókin heitir ELLERT – Endurminningar Ellerts B. Schram. Ellert B. Schram hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Endurminningar Ellerts skráir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur. Ellert var formaður Knattspyrnusambands Íslands á árunum 1973 til 1989 og sat í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) bæði frá 1982 til 1986 og frá 1990 til 1994. Í bókinni er meðal annars kafli sem fjallar um forsetakjör í Alþjóðaknattspyrnusambandinu en Ellert var um skeið varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá það sem Ellert segir í bókinni um þetta fræga forsetakjör hjá FIFA í júní árið 1998. Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Sepp Blatter var kjörinn forseti FIFA í fyrsta sinn árið 1998 en þá var hann í baráttu við Svíann Lennart Johansson. Ellert B. Schram tók þátt í kosningabaráttu Svíans og komst þar strax að því hvernig Sepp Blatter gerði hlutina. Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ og forseti ÍSÍ, segir meðal annars frá kynnum sínum af spillingu innan Alþjóða knattspyrnusambandsins í nýrri endurminningabók sem er að koma út fyrir jólin. Bókarkápan. Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókin heitir ELLERT – Endurminningar Ellerts B. Schram. Ellert B. Schram hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Endurminningar Ellerts skráir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur. Ellert var formaður Knattspyrnusambands Íslands á árunum 1973 til 1989 og sat í framkvæmdanefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) bæði frá 1982 til 1986 og frá 1990 til 1994. Í bókinni er meðal annars kafli sem fjallar um forsetakjör í Alþjóðaknattspyrnusambandinu en Ellert var um skeið varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá það sem Ellert segir í bókinni um þetta fræga forsetakjör hjá FIFA í júní árið 1998. Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“
Forsetakjör í FIFA Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður. Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðendanna heldur mútunum sem buðust. Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við. Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira