Rúnar Alex sá fjórði sem spilar fyrir Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 20:51 Rúnar Alex er í marki Arsenal í kvöld. Arsenal FC Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er í byrjunarliði Arsenal sem mætir Dundalk í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Er þetta hans fyrsti leikur fyrir félagið síðan hann gekk til liðs við það frá franska félaginu Dijon í sumar. Hinn 25 ára gamli Rúnar Alex er 875. leikmaðurinn sem fær tækifæri með aðalliði Arsenal. Þá er hann fjórði Íslendingurinn en þeir Sigurður Jónsson, Albert Guðmundsson og Ólafur Ingi Skúlason hafa einnig leikið með liðinu. Alex Runarsson will tonight become the 875th player to represent The Arsenal He'll be the first Icelandic Gunner since 2003 #UEL pic.twitter.com/fu71XQX5qD— Arsenal (@Arsenal) October 29, 2020 Sigurður Jónsson lék með Skyttunum frá 1989 til 1991. Ef ekki hefði verið fyrir mikil meiðsli Sigurðar hefði hann eflaust leikið fleiri leiki og mun lengur með félaginu. Albert Guðmundsson lék með Arsenal tvívegis árið 1946 en vegna vandamála með atvinnuleyfi urðu leikirnir ekki fleiri. Ólafur Ingi lék svo einn leik með liðinu árið 2003 en svo ekki söguna meir. Það gæti því farið svo að Rúnar slái þeim öllum við gangi honum vel í leik kvöldsins og komandi leikjum. Þá hafa þrír Íslendingar verið á mála hjá Arsenal án þess að leika fyrir liðið. Það eru Ríkharður Jónsson og bræðurnir Valur Fannar Gíslason og Stefán Gíslason. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Arsenal - Dundalk | Rúnar Alex í markinu Rúnar Alex Rúnarsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Arsenal þegar liðið tekur á móti Írunum í Dundalk í Evrópudeildinni. 29. október 2020 19:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er í byrjunarliði Arsenal sem mætir Dundalk í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Er þetta hans fyrsti leikur fyrir félagið síðan hann gekk til liðs við það frá franska félaginu Dijon í sumar. Hinn 25 ára gamli Rúnar Alex er 875. leikmaðurinn sem fær tækifæri með aðalliði Arsenal. Þá er hann fjórði Íslendingurinn en þeir Sigurður Jónsson, Albert Guðmundsson og Ólafur Ingi Skúlason hafa einnig leikið með liðinu. Alex Runarsson will tonight become the 875th player to represent The Arsenal He'll be the first Icelandic Gunner since 2003 #UEL pic.twitter.com/fu71XQX5qD— Arsenal (@Arsenal) October 29, 2020 Sigurður Jónsson lék með Skyttunum frá 1989 til 1991. Ef ekki hefði verið fyrir mikil meiðsli Sigurðar hefði hann eflaust leikið fleiri leiki og mun lengur með félaginu. Albert Guðmundsson lék með Arsenal tvívegis árið 1946 en vegna vandamála með atvinnuleyfi urðu leikirnir ekki fleiri. Ólafur Ingi lék svo einn leik með liðinu árið 2003 en svo ekki söguna meir. Það gæti því farið svo að Rúnar slái þeim öllum við gangi honum vel í leik kvöldsins og komandi leikjum. Þá hafa þrír Íslendingar verið á mála hjá Arsenal án þess að leika fyrir liðið. Það eru Ríkharður Jónsson og bræðurnir Valur Fannar Gíslason og Stefán Gíslason.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Arsenal - Dundalk | Rúnar Alex í markinu Rúnar Alex Rúnarsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Arsenal þegar liðið tekur á móti Írunum í Dundalk í Evrópudeildinni. 29. október 2020 19:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Í beinni: Arsenal - Dundalk | Rúnar Alex í markinu Rúnar Alex Rúnarsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Arsenal þegar liðið tekur á móti Írunum í Dundalk í Evrópudeildinni. 29. október 2020 19:30