Eins og hrekkjusvín sem stelur matarpeningum Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 13:30 Marcus Rashford átti magnaða innkomu á Old Trafford í gær. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01
Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01
Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55
Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31