Ætlaði að gista hjá meintum árásarmanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 16:22 Árásin var gerð í Borgarnesi mánudagskvöldið 19. október. Vísir/Egill Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag. Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var fluttur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala tveimur dögum eftir að hann varð fyrir líkamsárás í Borgarnesi í síðustu viku. Í ljós kom að lunga hans hafði fallið saman og ástand hans var metið „alvarlegt og lífshættulegt“. Þá tjáði maðurinn lögreglu á vettvangi árásarinnar að hann hefði verið í heimsókn hjá meintum árásarmanni og ætlað að gista hjá honum en sá síðarnefndi þá skyndilega ráðist á sig. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturland yfir meintum árásarmanni frá 22. október. Þar segir að þegar lögregla kom að vettvangi árásarinnar að kvöldi mánudagsins 19. október hafi þolandi verið fyrir utan húsið, „mjög blóðugur í andliti og haldið um brjóstkassann á sér“. Hélt að maðurinn myndi drepa hann Hann hafi lýst því fyrir lögreglumönnum að hann hefði verið í heimsókn hjá kærða og ætlað að gista hjá honum um nóttina. Þeir hefðu drukkið áfengi og verið orðnir töluvert ölvaðir þegar „kærði skyndilega og af tilefnislausu hefði ráðist á hann þar sem hann hefði setið á rúmi í íbúðinni“. Árásarmaðurinn hefði kýlt hann í andlit og líkama og bitið hann í andlit og eyra. Þolandi kvaðst hafa haldið að maðurinn myndi drepa hann og því hefði hann kýlt frá sér en við það hefði sá síðarnefndi rotast. Þolandi hafi þá komið sér út úr húsinu. Lungað fallið saman Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið talsverða áverka; hann hafi virst rifbeinsbrotin, kjálkabrotinn og viðbeinsbrotinn. Hann var fluttur á heilsugæslu og því næst á sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan var hann fluttur á Landspítala í Fossvogi en í ljós kom að lunga hans var samfallið vegna áverkanna. Ástand mannsins hafi svo versnað tveimur dögum eftir árásina þannig að hann þurfti innlögn á gjörgæslu. Ástand hans var metið alvarlegt og lífshættulegt. Maðurinn liggur enn á sjúkrahúsi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Allt úti í blóði Mikið blóð, blóðslettur og blóðkám var víða um gólf hússins og á veggjum, að sögn lögreglu sem kannaði vettvang eftir árásina. Þá hafi verið mikið af blóðblettum á rúmfötum í rúmi sem þolandi kvaðst hafa verið í þegar ráðist var á hann. Meintur árásarmaður lá á gólfi hússins þegar lögreglumenn komu þangað inn. Hann kvartaði undan höfuðverk og var með glóðarauga á báðum augum og var fluttur á sjúkrahús. Hann var svo handtekinn eftir útskrift af sjúkrahúsinu 21. október. Þá hafi hann sagt í yfirheyrslu lögreglu að hann hefði neytt áfengis og sterkra verkjalyfja umrætt kvöld og kvaðst hvorki muna eftir því að hafa kýlt né bitið hinn manninn. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 2. nóvember, auk þess sem fallist var á að hann sætti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Landsréttur stytti varðhaldið hins vegar til 29. október með úrskurði sínum á föstudag.
Borgarbyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Rannsaka alvarlega líkamsárás í Borgarnesi Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. 21. október 2020 11:25