Telja að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:01 Mögulega þarf Rúnar Alex að bæta á sig vöðvamassa áður en hann fær tækifæri í byrjunarliði Arsenal. James Williamson/Getty Images Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Talið er að forráðamenn Arsenal vilji að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson þyngist áður en hann fái loksins tækifæri í byrjunarliðinu. Í síðasta hlaðvarpsþættinum Enski boltinn á Fótbolti.net var Arsenal til umræðu. Arsenal-stuðningsmennirnir Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings í Pepsi Max deildinni, og Jón Kaldal, fyrrum ritstjóri Fréttatímans og Iceland Magazine, mættu til að ræða lið sitt á Englandi. Eðlilega barst talið að vistaskiptum Rúnars Alex til Lundúna en markvörðurinn knái hefur ekk enn leikið sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hafa komið frá franska félaginu Dijon í sumar. Þeir félagar höfðu báðir heyrt sömu orðrómana. Það er að Arsenal vilji að Rúnar Alex þyngi sig áður en hann fái tækifæri með liðinu. „Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar í þættinum og Jón tók undir. „Hef hert þetta líka. Að þeir vilji bæta sjö til átta kílóum af massa á hann.“ Hitti @EinarGudna og @maggimarí morgun til að spjalla um Arsenal og umferð helgarinnar í enska boltanum. https://t.co/jkt4EYeteE— Jón Kaldal (@jonkaldal) October 26, 2020 Frægt er orðið þegar spænski markvörðurinn David De Gea kom til Manchester United á sínum tíma. Var hann talinn of léttur til að byrja með og var hann settur á sérstakt mataræði til að gera hann betur í stakk búinn til að höndla þær líkamlegu kröfur sem enska úrvalsdeildin býður upp á. Arsenal mætir mætir Dundalk í Evrópueildinni á fimmtudaginn kemur og gæti verið að Rúnar Alex fái að spreyta sig þá. „Gæti trúað því að hann fái Dundalk heima eða Molde úti. Skil vel að hann hafi ekki fengið Rapid Vín leikinn, besta liðið í riðlinum á útivelli,“ sagði Einar einnig. Leikur Arsenal og Dundalk er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 19.50 á fimmudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09 Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00 Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Ein marktilraun dugði Leicester til sigurs gegn Arsenal Lánlausir Arsenal menn lágu í valnum á heimavelli gegn Leicester. 25. október 2020 21:09
Hrósuðu Partey í hástert og líktu honum við Viera Ganverski miðjumaðurinn Thomas Partey þótti spila mjög vel í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Arsenal. 23. október 2020 12:00
Varamennirnir komu Arsenal til bjargar og AZ skellti Napólí Arsenal byrjar Evrópudeildina vel en þeir unnu endurkomusigur gegn Rapíd Vín á útivelli í kvöld, 2-1. 22. október 2020 18:52