Múslimar víða reiðir Macron Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2020 11:14 Frá mótmælum gegn Macron í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. AP/Emrah Gurel Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020 Frakkland Tyrkland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020
Frakkland Tyrkland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira