Útflutingur fiskiafurða til Bandaríkjanna í hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 17:59 Sjávarútvegur er nú sem fyrr, undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna. Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna.
Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira